Rio Hotel
Hótellýsing

Hotel Rio er gott fjölskyldurekið hótel staðsett í bænum Caderzone Terme, sem er í u.þ.b. 5 mínútna akstursfjarlægð frá Pinzolo. 

Á hótelinu er veitingastaður, bar og skíðageymsla. Hægt er að velja um dvöl í herbergjum með morgunverði eða hálfu fæði þ.e.a.s. með morgun- og kvöldverði.  Herbergin eru ágætlega rúmgóð og með sjónvarpi, sími, öryggishólfi og hárþurrku á baðherbergi. 

Hótelið er staðsett í 200 metra fjarlægð frá heilsulindinni Borgo Salute varmböðunum í Val Rendena, gestir hótelsins fá afslátt af aðgangi. Í heilsulindinni má finna m.a. tyrkneskt bað, gufubað, kalda potta og slökunarherbergi.

Akstur er frá hótelinu að skíðalyftunni í Pinzolo sem tengir svæðið við 150 km af skíðabrekkum.

Nálægar skíðalyftur:
- Pinzolo-Prà Rodont gondola 3,4 km
- Doss del Sabion 4,3 km
- Fiocco di Neve 4,3 km

Hagkvæmur kostur staðsettur í u.þ.b 8-10 mínútna akstursfjarlægð frá helstu lyftum.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.