Majestic Hotel er gott vel staðsett hótel við göngugötuna í skíðabænum Madonna di Campiglio og 50 m frá skíðalyftunni 5 Laghi Express. .
Á hótelinu er góður veitingastaður, á neðstu hæð hótelsins eru bar og kaffihús, á efstu hæð hótelsins er heilsulindin Sky Wellness og einnig er skíðageymsla með hituðum skápum á hótelin. Á hótelinu er innifalið hálft fæði þ.e.a.s. morgunverður og kvöldverður.
Superior herbergin eru rúmgóð og hlýleg, ýmist í nútímalegum stíl eða Alpastíl.
Junior svíturnar eru stærri en superior herbergin og með seturými.
Á öllum herbergjum eru sími, sjónvarp, minibar, öryggishólf og hárþurrka á baðherbergi.
Nálægar skíðalyftur:
- 5 Laghi Express - 50 m
- Miramonti - 300 m
- Spinale Express - 350 m
- Pradalago Express-skíðalyftan - 350 m
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.