Ljubljana - Hin leynda perla Slóveníu - borgin sem er elskuð!
Samkvæmt orðsifjafræðinni merkir orðið Ljubljana “ástkær” og það á svo sannarlega við þar sem borgin hefur verið elskuð af þeim sem heimsækja hana.
Ljubljana er höfuðborg Slóveníu, einnar af leyndu perlum Evrópu, sem allt of fáir þekkja. Slóvenía, „litla fallega og friðsæla landið sólar megin í Ölpunum“, er áfangastaður sem hefur slegið rækilega í gegn hjá farþegum Heimsferða undanfarin ár. Í Ljubljana búa um 300.000 manns og er hún því skilgreind sem meðalstór evrópsk borg og býður upp á allt sem stórborg gerir en varðveitir samt þennan vinalega smábæjarbrag. Á hæð ofan við bæinn gnæfir Ljubljana-kastalinn með stórkostlegu útsýni yfir borgina.
Áin Ljubljanica liðast um borgina og er gamli bæjarhlutinn í Ljubljana staðsettur á milli kastalans og árinnar. Það er einstakt að rölta með fram ánni og fylgjast með iðandi mannlífinu, fjöldi stúdenta og ungs fólks setur sérstakan svip á borgina en borgin er mikil háskólaborg og þarna er virtur tónlistarháskóli og háskóli. Miðbærinn er fullur af kaffi- og veitingahúsum og skemmtistöðum. Ljubljana hefur unnið sér sess sem áhugaverð matarborg og er hún staðsett á krossgötum hins slavneska, germanska og rómverska heims. Af þeim sökum hefur þróast þessi fjölbreytta og ríka matreiðsluhefð sem hægt er að verða vitni að í hverju skrefi og í hverjum rétti.
Vinsamlegast athugið að lögum samkvæmt þá eru verslanir í Slóveníu lokaðar á sunnudögum.
Hagnýtar upplýsingar - Ljubljana
Fararstjórar 1.-4. maí 2025: Hildur Ýr Jónsdóttir & Ingibjörg Gréta Gísladóttir
01.maí og 2. maí eru frídagar í Slóveníu og eru verslanir almennt lokaðar. Styttri opnunartími getur verið á söfnum, veitingastöðum og kaffihúsum.
Fararstjórar 17.-21. október 2025: Hildur Ýr Jónsdóttir.
Ferð: Fjallaperlan Bled – VINSÆLT!
Dagsetningar:
Föstudaginn 2.maí kl. 10:00 - almennur frídagur í Slóveníu
Tími: Um 7-8 klst.
Lýsing:
Í huga margra er fjallaperlan Bled í Slóveníu einn fegursti staður Alpanna. Bled er lítill ferðamannabær við samnefnt vatn í faðmi fallegra fjalla í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Ljubljana. Í miðju vatninu er lítil eyja sem setur sérstakan svip á landslagið en myndin fullkomnast af kastalanum sem gnæfir uppi á kletti fyrir ofan. Í Bled er farið í stutta kynnisferð um staðinn og upp í kastalann, og siglt er á hinum þekktu “pletnabátum” út í eyju. Frjáls tími til að fá sér göngutúr um fallegt landið, rölta um bæinn og fá sér eitthvað í svanginn, t.d. kaffi og “kremsnita” (sérstök kaka frá Bled) áður en haldið er til baka.
Athugið að brattur aflíðandi stígur liggur upp að kastalanum og á Bled eyju eru 99 þrep, en hægt er að fara aðra leið eftir aflíðandi stíg fyrir þá sem treysta sér ekki upp þrepin.
Verð 16.500 kr. á mann
Innifalið í verði: Ferðir, sigling, aðgangseyrir í kirkjuna og kastalann og íslensk fararstjórn.
Ferð: Ljubljana – gönguferð
Dagsetingar:
Laugardaginn 3.maí kl. 10:00
Tími: Um 2 klst.
Lýsing:
Ljubljana, höfuðborg Slóveníu er ótvírætt ein af leyndum perlum Evrópu. Í borginni búa um 300 þús. manns og iðar miðborgin af lífi, enda óvenju hátt hlutfall af ungu fólki, stúdentum og listamönnum sem búa þar. Ljubljana kastali gnæfir yfir borginni, um miðborgina liðast litla áin Ljubljanica og beggja vegna við hana er mikið líf, verslanir, listamannasmiðjur, kaffihús og veitingastaðir. Í gönguferð um miðbæinn kynnumst við helstu kennileitum og byggingum, og fræðumst um lífið í bænum. Við Presernov torg og brýrnar þrjár, liggja leiðir til allra átta. Við sjáum dómkirkjuna, hinn líflega og stóra markað, skemmtilegar götur og byggingar gamla bæjarins, förum að Kongresni torgi og sjáum Fílharmoníuna, háskólann og ýmislegt fleira áður en gönguferðin endar í miðbænum um hádegisbil.
Verð: 2900 kr á mann
Innifalið í verði: Gönguferð með íslenskri fararstjórn
Ath. Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 3 dögum fyrir brottför. Hafa þarf í huga að uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.
Ath. Hægt er að bóka kynnisferðir þegar ferð er bókuð á netinu eða í gegnum síma 595-1000
Verð miðast við farþega í pakkaferðum á vegum Heimsferða!
Vinsamlegast athugið að verð og tímasetningar eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, Heimsferðir áskilja sér rétt að breyta slíku án fyrirvara. Athugið að nákvæmar tímasetningar liggja endanlega fyrir rétt fyrir brottför og er öllum farþegum tilkynnt um þær.
Áhugavert að skoða í Ljubljana!
Ýmislegt er hægt að gera í Ljubljana og hér að neðan má finna ýmsa afþreyingu.
House of Illusions | Ertu búin að prufa allar útgáfur af “sjálfunni”. Ekki hafa áhyggjur, við erum með lausnina ef þú ert nógu hugrakkur! Ýttu hér ef þú þorir. | |
Vínsmökkun | Slóvensk vín einkennast af ótrúlegum fjölbreytileika og umfram allt af náttúrulegu bragði þeirra. Því miður eru þessi vín ekki framleidd í nægilegu magni til að vera aðgengilega víða um heim og eru þau því ekki þekkt alls staðar en koma oft á óvart með því að vinna mikilvæg verðlaun og viðurkenningar. Hægt er að kaupa aðgangsmiða hér. | |
Slóvenskt eldhús | Ertu matarnörd og elskar að prufa nýja hluti! Farðu í matarferð með atvinnumanni og hittu fólkið sem er að búa til matinn á veitingastöðunum og prufaðu 9 mismunandi rétti og 4 slóvensk vín á meðan því stendur. Hægt að kaupa miða hér. | |
Central market | Í hjarta Ljublajana er líflegur götumarkaður sem var hannaður af arkitektinum Jože Plečnik. Markaðurinn samanstendur af aðalmarkaðnum sem er undir berum himni á torgunum Vodnikov trg og Pogačarjev trg, á milli þeirra er yfirbyggður markaður og meðfram ánni Ljubljanica er röð lítilla matvöruversanna. Markaðurinn er lokaður á sunnudögum og opinberum frídögum. Nánari upplýsingar má finna hér. | |
Opið eldhús | Á hverjum föstudegi frá miðjum mars til lok október er götumatarmarkaðurinn Odprta kuhna (opið eldhús) á Pogačarjev trg torgi. Þar útbúa matreiðslumenn slóvenskra veitingastaða ýmsa rétti frá öllum heimshornum. Eingöngu opið í góðu veðri. Nánari upplýsingar má finna hér. |
|
*Vert er að taka fram að þessar ferðir eru ekki á vegum Heimsferða, heldur aðeins hugmyndir um áhugaverða staði. Heimsferðir bera ekki ábyrgð á miðakaupum.