u-Hotel er gott 4 stjörnu hótel við hlið Grand Hotel Union hótelsins í miðbæ Ljubljana. Hótelin eru vel staðsett og eru einungis 280 metrar í gamla bæ Ljubljana og 500 metrar í dómkirkju Ljubljana. Hótelin deila ýmissi aðstöðu, en saman státa þessi tvö hótel af stærstu ráðstefnumiðstöðinni í Ljubljana, þremur veitingastöðum, og einnig deila þau heilsulind með líkamsræktaraðstöðu, sundlaug, gufubaði og flottu útsýni yfir borgina.
Móttakan er opin allan sólarhringinn. Á hótelinu eru 220 herbergi, sem eru rúmgóð og nútímalega innréttuð í ljósum litum með viðarhúsgögnum. Á herbergjunum eru sjónvarp, sími, öryggishólf, hárþurrka á baðherbergi, inniskór og baðsloppar. Ekki er ráðlegt að bóka saman 3 fullorðna í herbergi, þar sem auka rúmið hæfir frekar börnum yngri en 12 ára.
Gestir þurfa að bóka afnot af heilsulindinni í móttökunni og geta notað aðstöðuna án endurgjalds í allt að tvær klukkustundir.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.