Austria Trend Hotel Ljubljana er gott hótel staðsett í 4,6 km fjarlægð frá gamla bænum í Ljubljana. Að aðaljárnbrautarstöðinni er um 5 mínútna gangur frá hótelinu.
Móttakan er opin allan sólarhringinn. Hótelið er allt innréttað í nútímalegum stíl í björtum og fallegum litum, þar eru 210 herbergi, veitingastaður, íþróttabar, heilsulind og líkamsræktaraðstaða. Aukagjald er fyrir notkun af líkamsræktaraðstöðunni og heilsulindinni Savanna SPA en þar er einnig hægt að bóka nudd- og snyrtimeðferðir.
Herbergin eru hlýlega innréttuð og eru með sjónvarpi, síma, öryggishólfi og loftkælingu. Á baðherbergi er baðkar eða sturta og hárþurrka.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.