Hotel Ibis Styles Ljubljana Centre gott og vel staðsett hótel sem býður fjölbreytta þjónustu. Hótelið hér áður Hotel Center og er staðsett í stuttu göngufæri frá lestarstöðinni, gamla bænum og miðbæ Ljubljana.
Hótelið er einfalt og nútímalegt og rekið samhliða Ibis Styles Fuzzy Log farfuglaheimilinu, og deilir gestamóttöku og sameiginlegum svæðum með farfuglaheimilinu. Móttakan er staðsett á 7. hæð hótelsins og er opin allan sólarhringinn.
Herbergin eru nútímalega og hlýlega innréttuð með loftkælingu, sjónvarpi og hárþurrku á baðherbergi. Í flestum herbergjum eru baðherbergin stúkuð af með glerveggjum og rennihurð.
Á þaki hótelsins er stórt útisvæði og bar með góðu útsýni yfir borgina. Þá er einnig veitingastaður á hótelinu þar sem er borinn fram morgunverður.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.