Hagnýtar upplýsingar - Heimsferðir
Hagnýtar upplýsingar
Hagnýtar upplýsingar sem gott er að vita

Hér finnur þú hagnýtar upplýsingar um áfangastaði Heimsferða 
 

SólSólBorgBorg
AgadirJesoloBarcelonaVerona
AlicanteKrítKairóZagreb
AlmeríaMadeiraLecceSevilla
Costa del SolTenerifeLjubljana 
Sharm El SheikVeronaMarrakech 
Gardavatnid Porto 
Gran Canaria SplitSkíðaferðir

 

 

 

Almennar hagnýtar upplýsingar


GREIÐSLUSKILMÁLAR

  • Beinar greiðslur með greiðslukortum
  • Raðgreiðslusamningar – greiðsludreifing í allt að 36 mánuði (Visa, Mastercard)
  • Kortalán, aðeins lántökugjöld en vaxtalaus í allt að 4 mánuði
  • PEI greiðsludreifing í allt að 12 mánuði 
  • Millifærslur inn á bankareikning Heimsferða 133-26-6563 kt. 461295-2079 (setja bókunarnúmer í skýringu)


VEGABRÉF - ATHUGIÐ í tíma hvort vegabréfið ykkar sé í gildi! 
Nauðsynlegt er að hafa gilt vegabréf þegar ferðast er erlendis. Ef ekki er hægt að framvísa við innritun á flugvelli, fullgildu og löglegu vegabréfi, hafa starfsmenn á flugvöllum ekki heimild til að leyfa viðkomandi farþega að ferðast og er ekki um neinar undanþágur frá því að ræða. Farþegar bera einir ábyrgð á því að vegabréf sé gilt og sé viðkomandi meinað að ferðast vegna ófullnægjandi skilríkja, fæst ferðin ekki endurgreidd af hendi ferðaskrifstofunnar. Gott er að hafa einnig meðferðis ljósrit eða mynd af vegabréfinu. Farþegar með erlent vegabréf þurfa sjálfir að kanna hvort þeir þurfa vegabréfsáritun inn í landið sem ferðast er til. Athugið einnig hvað Schengen vegabréfsáritun varðar að hafa fleiri en "single-entry" áritun ef til stendur að ferðast á milli landa sem eru utan Schengen svæðisins á meðan dvöl stendur. 

TRYGGINGAR 
Farþegar bera sjálfir ábyrgð á því að tryggingar þeirra séu í lagi meðan á ferð þeirra stendur. Hafi ferðin verið greidd með kreditkorti, fylgja oft góðar tryggingar með þeim kortum. 

Við bendum á að mikilvægt er að hafa **Evrópska sjúkratryggingakortið með í för** sem veitir rétt á allri nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á ríkisreknum stofnunum í löndum EES. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Sjúkratryggingum Íslands (www.sjukra.is). 

Farþegar eru einnig hvattir til að hafa meðferðis ferðatryggingakort frá sínu tryggingafélagi þar sem evrópukortið gildir ekki fyrir einkareknar stofnanir. Þau kort flýta mikið fyrir öllu ferli, lendi farþegi í því að þurfa að fara á spítala eða í sjúkrabíl. Ef farþegi kýs að fara á einkarekna sjúkrastofnun á hann ekki rétt á endurgreiðslu í öllum tilfellum, því er mikilvægt að kanna tryggingar sínar vel fyrir brottför. 

TAFIR Í FLUGI 
Stundvísi er keppikefli Heimsferða en óhjákvæmilega geta orðið tafir á flugi í öllum flugrekstri, sem ferðaskrifstofan getur á engan hátt borið ábyrgð á. Ef verður töf á flugi eftir að innritun á flugvelli hefur farið fram, fer í gang verkferli samkvæmt alþjóðareglum. Þjónustuaðilar á flugvelli (handling agent) skal þá fyrir hönd flugfélagsins um að veita upplýsingagjöf, úthluta matarmiðum og jafnvel hótel eftir lengd og eðli seinkana. Farþegar þurfa að fylgjast vel með í kallkerfi flugvallar og gera vart við sig hjá viðkomandi þjónustuaðila (handling agent), til þess að fá upplýsingar. 

Gott er að hafa hugfast að fyrstu og bestu upplýsingarnar fást á flugvellinum og ferðaskrifstofa eða fararstjóri fær nákvæmlega sömu upplýsingar og farþegi. Þá mun ferðaskrifstofan upplýsa alla farþega um leið og þær berast frá flugfélaginu eftir bestu getu, með tölvupósti eða SMS skilaboðum, svo gott er að hafa símann við hendina. Verði veruleg töf á er gott að hafa hugfast að jákvætt hugarfar er góður ferðafélagi. 😊

FARANGUR OG FARANGURSHEIMILD 
Nánari upplýsingar um farangursheimild með NEOS má finna hér

Nánari upplýsingar um farangursheimild með PLAY eða öðrum flugfélögum má finna hér

RÚTUFERÐIR OG FARANGUR
Gert er ráð fyrir að hver farþegi ferðist með að hámarki 1-2 töskur, auk barnakerru ef við á. Ef ferðast er með annan farangur eins og t.d íþróttabúnað eða rafmagnshjólastóla er ekki öruggt að farangursrými rútunnar sé nægilega stórt til að taka á móti slíkum farangri. Heimsferðir bera ekki ábyrgð á því ef rútan getur ekki heimilað slíkan farangur og því mikilvægt að fá það staðfest áður en ferðast er. 

GJALDMIÐLAR OG KREDITKORT 
Öllu jafna er EVRA (EUR) gjaldmiðill á áfangastöðum Heimsferða. Yfirleitt er hægt að nota kreditkort og ráðleggjum við ferðalöngum að hafa slík kort með sér þó ekki sé nema öryggisins vegna. VISA og MASTERCARD eru jafngild. Einnig er hægt að taka út peninga með kortunum í hraðbönkum, en þá þurfa korthafar að vita PIN númerið sitt. Á einhverjum stöðum getur verið beðið um vegabréf þegar greitt er með kreditkorti. Ef kort tapast, hringið í viðkomandi neyðarnúmer og látið loka kortinu: Valitor (00354) 525 2200, Borgun (nú SaltPay) (00354) 533 1400. 

ÖRYGGISHÓLF Á GISTISTÖÐUM 
Þau heita á spænsku "Caja fuerte", en á ensku "Safety box". Við viljum benda gestum á að geyma greiðslukort, gjaldeyri, vegabréf, farseðla og önnur verðmæti í læstu öryggishólfi, sem fást oftast nær leigð gegn gjaldi í gestamóttöku. Athugið að farþegar eru sjálfir ábyrgir fyrir lykli hólfsins. Almennt þarf að greiða fyrir notkun á öryggishólfum, en þó eru undantekningar á því.

UMGENGNISREGLUR GISTISTAÐA 
Ætlast er til að ró sé komin á kl. 24:00 og eru gestir vinsamlegast beðnir að taka tillit til þess. Aðrar mikilvægar reglur er að finna í hótelmóttöku og eru farþegar beðnir um að kynna sér þær. Farþegar sem brjóta þessar reglur eiga á hættu að vera vísað af gististaðnum. Samkvæmt alþjóðareglum þarf að losa herbergi fyrir eða um hádegi en misjafnt á milli hótela. 

ÞJÓNUSTA Á ÁFANGASTAÐ
Ef farþegi telur að eitthvað sé ábótavant varðandi þjónustu hótels eða óánægja er með íbúð eða herbergi skal gera fararstjóra Heimsferða og starfsfólki hótelsins viðvart því ekkert er hægt að gera eftir að heim er komið. Hægt að hringja á skrifstofu Heimsferða á skrifstofutíma.

MAGAVEIKI 
Margir verða fyrir því að fá í magann og vilja gjarnan kenna matnum um. Í fæstum tilfellum er um matareitrun að ræða, heldur getur breytt loftslag og breytt mataræði valdið þessum magakveisum. Varast ber þó að drekka kranavatn þó svo að það sé drykkjarhæft. Eins getur mikill klaki í drykkjum valdið óþægindum í maga. Ef þið kennið ykkur meins, hafið þá samband við fararstjóra eða lækni. 

MINNT ER Á 
…Að aldrei er of varlega farið á ferðalögum. Vasaþjófa er að finna um heim allan og því viljum við benda farþegum okkar á að leggja aldrei verðmæti frá sér á glámbekk, því myndavélar, símar, tölvur, töskur og veski eru freistandi í augum þess sem ætlar sér að stela. Við bendum farþegum okkar á að leyfa starfsfólki aldrei að taka við korti til að greiða „baka til“. Greiðsla með korti á alltaf að fara fram fyrir framan eiganda korts. Hafið tafarlaust samband við fararstjóra ef verðmætum er stolið af ykkur, sem aðstoðar þá við skýrslugerð á lögreglustöð. Minnt er á að gott er að vera með allar tryggingar á hreinu áður en haldið er af stað í ferðalag til útlanda.