Önnur flugfélög - Heimsferðir
Önnur flugfélög
Upplýsingar um þjónustu annarra flugfélaga sem við vinnum með

Hér að neðan má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um verð og farangursheimildir hjá öðrum flugfélögum sem Heimsferðir starfa með. 

PLAY UPPLÝSINGAR

ATH. Ekki er hægt að bóka ákveðin sæti í vélinni á vefsíðu okkar við bókun ferðar með Play. Farþegar fá bókunarnúmer Play send í tölvupósti stuttu fyrir brottför. 24 klst fyrir brottför er hægt að vefinnrita sig undir „mínum síðum“. Þar er einnig hægt að versla auka þjónustu eða bóka sig í sæti gegn gjaldi.

Farangursgjöld PLAYVið bókun hjá HeimsferðumÁ flugvellinum
Innrituð taska 20kgInnifalið í pakkaferðFrá 13.000 ISK
HandfarangurInnifalið í pakkaferð*Frá 11.000 ISK
Auka taska 20 kgFrá 8.900 ISKFrá 16.000 ISK
Handfarangur 12 kgFrá 5.000 ISKFrá 15.000 ISK
Auka kg (aðeins bókanlegt á flugvelli) Frá 3.000 per kg ISK
GolfsettFrá 10.000 ISK Frá 15.000 ISK
HjólFrá 9.500 ISKFrá 20.000 ISK
  • ATH. Verð getur verið mismunandi eftir áfangastað og dagsetningum
  • Annan farangur þarf að skoða sérstaklega
  • *Þetta á ekki við í öllum tilvikum. Vinsamlegast skoðið ykkar flug sérstaklega.


Stærð farangurs
Mikilvægt er að hafa í huga stærð töskunnar, en hún þarf að passa í tilskilin hólf sem hægt er að finna á flugvöllum. 

Lítill persónulegur hlutur (10kg max) er alltaf innifalinn í verði. Þetta á við um t.d. lítil veski og tölvutöskur og þarf að passa undir sætið fyrir framan þig. Stærð farangurs má vera 42x32x25 cm. 

Handfarangur (12 kg max) er yfirleitt* innifalinn í pakkaferð með Heimsferðum. Þetta á við um litlar „flugfreyjutöskur“ t.d. og verða þær að passa í farangurshólfið fyrir ofan sætin. Stærð farangurs má vera 56x45x25 cm.

Innritaður farangur (20kg max) er innifalinn í pakkaferð með Heimsferðum. Hver farþegi má ferðast með allt að þrjár slíkar töskur. Verð fyrir auka þyngd má sjá á verðskránni hér að ofan. Hver taska má ekki vera þyngri en 32kg. Stærð farangurs má vera að hámarki 158 cm (lengd+breidd+hæð).

ATH! Ef aðeins er keypt flugsæti er aðeins innifalið lítill persónulegur hlutur. 

Gjaldfrjáls farangur
Að auki innifaldnar farangursheimildar með flugi Play, má taka með sér um borð; barnasæti fyrir ungabörn (ef keypt hefur verið sæti fyrir barnið), ferlihjálpartæki og sjúkrabúnað ef búnaður og tæki eru þér nauðsynleg. 

Breytingargjald fyrir Play flug
15.000 ISK á mann + fargjaldamismunur ef einhver er.

Sætibókanir fyrir Play flug
Farþegar fá bókunarnúmer send með SMS-i 24 klst fyrir brottför og geta þá bókað sig í sæti gegn gjaldi inn á „mínum síðum“. 

Farþegar Heimsferða geta sett inn beiðni hjá sölufulltrúum um bókun sæta hjá Play og starfsmaður hefur samband þegar nær dregur brottför til að bóka sætin símleiðis.

Vinsamlegast athugið að starfsfólk Heimsferða getur ekki lofað ákveðnum sætum og ræðst það allt eftir framboði hverju sinni, þegar haft er samband við farþega. 

ATH. Verð er mismunandi eftir brottförum og framboði hverju sinni.

ATH. Þjónustugjald leggst ofan á sætisbókanir sem eru bókaðar í gegnum starfsfólk Heimsferða. Þjónustugjald er frá 500 kr. aukalega.


ICELANDAIR FARANGURSUPPLÝSINGAR
Innritun: 23 kg. Handfarangur: 10 kg. 

NORWEGIAN AIR FARANGURSUPPLÝSINGAR
Innritun: 20 kg Handfarangur: 10 kg. (55x40x23 cm) Ungabörn: 5 kg.

SMART WINGS / TRAVEL SERVICE FARANGURSUPPLÝSINGAR
Innritun: 20 kg. Handfarangur: 5 kg. (56x45x25 cm)

 

UPPLÝSINGAR UM FARANGUR HJÁ NEOS