Prag - Heimsferðir
Prag
Hagnýtar upplýsingar

Flug og flugvöllur
Flugvöllurinn í Prag heitir Václav Havel Airport Prague (PRG). Flugtíminn til Prag frá Keflavík er um 4 klst. Mæta þarf til innritunar á flugvöll eigi síðar en tveimur tímum fyrir áætlaða brottför. Farþegar bera sjálfir ábyrgð á því að fá flugtíma sína staðfesta.

Farangur og farangursheimild 
Flogið er til Prag með flugfélaginu Play. Leyfileg hámarksþyngd á innrituðum farangri er 20 kg taska á hvern farþega auk lítillar tösku sem kemst undir sætið fyrir framan þig.  

Ef farangur skilar sér ekki eða skemmist í flugi verður farþegi að gera skýrslu um málið hjá þjónustuaðila á flugvelli áður en komusalur er yfirgefinn. Ef ekki er gerð skýrsla fæst tjónið einfaldlega ekki bætt. Passið vel upp á að gleyma engu um borð í flugvélinni!

Sími og rafmagn
Í Tékklandi er rafmagnið 220 volt eins og hér á Íslandi. Þegar hringt er úr íslenskum síma frá Tékklandi og í íslenskt númer skal setja 00354- á undan símanúmerinu. Ef hringt er úr íslenskum síma í tékkneskt númer skal setja inn 00420- á undan númerinu.

Þjónusta á áfangastað 
Ef farþegi telur að eitthvað sé ábótavant varðandi þjónustu hótels eða ónægja er með íbúð eða herbergi skal gera starfsfólki hótelsins viðvart því ekkert er hægt að gera eftir að heim er komið. Hægt að hringja á skrifstofu Heimsferða á skrifstofutíma.

Ferðamannaskattur og trygging
Á gististöðum hér þarf að greiða ferðamannaskatt. Skattinn þurfa ferðamenn að greiða sjálfir á viðkomandi hóteli. Upphæðin ræðst af stjörnugjöf hótelanna hverju sinni. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Einstaka hótel fer fram á tryggingargjald sem er endurgreitt við brottför ef ekkert tjón hefur orðið á herbergi/íbúð meðan á dvöl stóð. Þá getur hótelið farið fram á kreditkortanúmer sem tryggingu meðan á dvöl stendur. 

Enginn fararstjóri er á vegum Heimsferða í Prag

Læknisþjónusta
Góð læknisþjónusta er á staðnum og er hægt að fá enskumælandi lækni heim á hótel með milligöngu fararstjóra. Íslendingar eru tryggðir innan EES ef um ríkisrekna heilsugæslu og sjúkrastofnanir er að ræða en ekki á einkareknu stofunum. Við minnum farþega á að hafa Evrópska sjúkratryggingakortið alltaf með í för þegar ferðast er og huga vel að tryggingunum sínum. Opnunartími apóteka er mismunandi en viðurkennd apótek eru merkt með grænum kross. 

Gjaldmiðill
Gjaldmiðillinn í Tékklandi er Tékknesk Kóróna (CZK). Athugið að almennt er ekki hægt að nota annan gjaldmiðil í verslunum, en hægt er að skipta öðrum gjaldmiðlum í bönkum. Nánari upplýsingar um gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni má finna á vefsíðunni www.oanda.com. 

Brottför 
Farþegar þurfa að skrá sig út af herbergjum um hádegi á brottfarardegi. Hótelmóttakan sér um að geyma farangur fram að brottför ef þörf er á. Farþegar bera sjálfir ábyrgð á því að fá brottfarartíma staðfestan á flugvelli eða skrifstofu Heimsferða á Íslandi í síma 00354-595-1000.

Íslenskur ræðismaður
Ms. Klara Dvorakova 
Heimilisfang: 
Holubova advokati s.r.o, Za Poricskou branou 21/365
CZ-186 00 Praha 8.
Netfang: klara.dvorakova@holubova.cz
Sími: 212 242 091
Landsnúmer: 420