Myndir - Heimsferðir
Sharm El Sheikh
Egyptaland

Heimsferðir kynna með stolti í annað sinn: Vera varpar ljósi á söguna!

Vera Illugadóttir er gengin til liðs við Heimsferðir og mun varpa ljósi á söguna á nýjum áfangastað okkar, Egyptalandi. Með sínum einstaka hætti mun dagskrárgerðarkonan og rithöfundurinn ferðast um með farþegum í tveimur ævintýralegum skoðunarferðum og fræða þá um sögufrægar slóðir í einni af elstu siðmenningum heims. Aðeins örfá sæti laus í þessa einstöku ferð með Veru! 

Egyptaland er sögufrægt land og státar af einni elstu siðmenningu heims. Strandbærinn Sharm El Sheikh er einn af vinsælustu áfangastöðum Evrópu- og mið Austurlandabúa en þangað sækja milljónir manna  ár hvert til að njóta sólar, hlýju og menningar. Bærinn er staðsettur á Sinai skaganum fyrir neðan samnefndan eyðimarkurfjallgarð. Umhverfið er einstök blanda af eyðimerkursandi, klettum og hinu einstaka Rauða hafi.  

Ferðamenn eru Egyptum afar mikilvægir og þjónustustigið er hátt. Mikið er lagt uppúr öryggi og að ferðamönnum líði vel meðan á dvöl stendur. Á svæðinu búa um 100 þúsund manns og 90 prósent þeirra starfa við ferðaþjónustu. Hótelin eru flest öll mjög vel búin og starfsmenn afar hjálplegir við gesti sína.

Rauða hafið er vinsælt til köfunar enda er það bæði volgt og einnig tært. Það er alveg þess virði að skella sér í köfun eða snorkla við ströndina. Margar skemmtilegar ferðir eru í boði og flest hótel bjóða upp á einhverskonar köfunarferðir og mörg þeirra bjóða upp á köfunarnámskeið. Vinsælast er að kafa við kóralrifin við Tiran og Ras Mohammed en þessir staðir þykja  með þeim betri í veröldinni. Á þessu svæði mætast Aqaba hafið og Suez hafið og er dýralífið afar fjölbreytt.

Bærinn sjálfur er nokkuð dreifður og hótelin tilheyra  ákveðnum ströndum eða strandsvæðum.  Þá er gamli bærinn í Naama Bay nokkuð vinsæll á kvöldin en það er jafnframt elstu hótelin staðsett. Bærinn er líflegur með fjölda veitinga- og kaffihúsa ásamt verslunum. Annað vinsælt svæði er Soho Square en sá bæjarhluti er afar líflegur og mikið skreyttur ljósum og gosbrunnum. Þar er að finna fjölda verslana, kaffi- og veitingahúsa, skemmtistaði og jafnvel skautahöll.  
Auðvelt er að taka leigubíl frá hótelunum bæði til Naama Bay eða Soho Square.  

Afþreying
Fjöldi skemmtilegra skoðunarferða er í boði frá Sharm El Sheikh. Ein af vinsælustu skoðunarferðunum er ferð í Ras Mohammed þjóðgarðinn. Þangað er í boði nokkrar ferðalengdir, hálfur dagur eða heill dagur og fer þá eftir dagskránni hverju sinni. Einnig er vinsælt að fara safarí ferðir út í eyðimörkina. Bæði er hægt að fara á fjórhjólum, jeppum og jafnvel úlföldum. Fyrir þá sem langar að sjá pýramídana er dagsferð þangað einnig í boði. Dagurinn er langur en upplifunin einstök. Á strandsvæðinu er stór og mikill vatnsrennibrautagarður.

Hótelin
Öll hótel Heimsferða í Sharm El Sheikh eru með öllu fæði og drykkjum inniföldum í verði. Um er að ræða morgun- hádegis- og kvöldverð ásamt snarli á milli máltíða og innlenda drykki. Flest hótel bjóða innflutta drykki gegn auka gjaldi. Öll hótelin eru með Wi-Fi tengingu en hraðinn er misjafn eftir hótelum og hvar gestir eru staðsettir.  Í sumum tilfellum er hægt að kaupa hraðari tengingar. Stjörnugjöf miðast við opinbera stjörnugjöf í Egyptalandi.

Veðurfar
Meðalhiti í Sharm El Sheikh í október er 27 gráður yfir daginn.

Sjórinn
Rauða hafið er einstakt og það er ógleymanleg upplifun að synda þar á milli kóralrifa og skoða lífið í sjónum. Sjórinn er ljósblár og afar tær og hægt er að gleyma sér algjörlega við að snorkla eða kafa. Öll hótelin eru með mjög góða aðstöðu fyrir gesti á ströndinni.

Gjaldmiðill og verðlag
Gjaldmiðill í Egyptalandi er egypskt pund. Hægt er að skipta bæði dollurum og evrum á flestum hótelum og auðvelt er að nálgast hraðbanka. Mörg hótel eru með hraðbanka í móttökunni hjá sér. Verðlag er mjög hagstætt.  

Flugið
Flogið er beint til Sharm El Sheikh. Áætlaður flugtími er um 7 klst og 35 mínútur. Hægt er að kaupa sæti í vélinni í ýmsum verðflokkum. Í boði verður að kaupa sæti í fremstu sætaröðum þar sem miðjusætið er autt.

Vegabréfsáritun
Íslenskir ferðamenn þurfa vegabréfsáritun til Egyptalands.  Áritunin er auðfengin og er hún afgreidd á flugvellinum við komu með aðstoð okkar starfsmanna. Kostnaður er ISK 6.000 pr mann og munu Heimsferðir innheimta gjaldið.

 


Fararstjórar: Trausti Hafsteinsson og Rún Kormáksdóttir 
 

Kynnisferðir Heimsferða - Sharm El Sheikh


Ferð: Bæjarferð um Sharm El Sheikh
Dags: Mánudagur 9. október kl. 17:00 - Örfá sæti laus!

Lýsing:
Í þessari ferð heimsækjum við Sharm El Sheikh. Gestir eru sóttir á hótel um kl. 17:00. Þaðan er keyrt að hinni fallegu Mustafa moskvu og síðan haldið að kirkjunni þar sem stoppað er. Haldið er á markaðinn þar sem margt er um manninn og skemmilegt að skoða. Gestum gefst tækifæri á að skoða sig um og versla. Að lokinni ferð er gestum ekið aftur á hótel. Skemmtileg ferð í líflegu mannlífinu í Sharm El Sheikh, frábær tækifæri til að kynnast strandbænum. 

Verð 4.200 kr. á mann
Innifalið í verði: Akstur og gönguferð í leiðsögn með íslenskum fararstjóra. 


Ferð: Bátsferð í Ras Mohamed þjóðgarðinn
Dags: Sunnudagur 15. október

Lýsing: 
Í þessari ferð er ekið í u.þ.b. 45 mínútur að höfninni í Sharm þar sem byrjað er á því að leigja útbúnað til að snorkla. Haldið er af stað með bát og stoppað á þremur stöðum þar sem gefst tækifæri á að synda við kóralrif og uppgötva lífið neðansjávar. Við Ras Mohamed er gífulegur fjöldi fiska, sjóstjörnur, ígulker og krabbadýr. Þar eru einnig tvö hundruð tegundir kóralla. Hádegisverður innifalinn. ATH. Ekki er boðið upp á áfengi um borð í bátnum, en boðið er upp á kaffi og gos. 

Verð 13.500 kr. á mann.
Innifalið í verði: Akstur, leiðsögn, hádegisverður og bátsferð.
Ath: Leigja þarf búnað til að snorkla. Kostnaður er ca 12 evrur. Fyrir þá sem vilja leigja köfunarbúning, kostar það 10 evrur til viðbótar.


Ferð: Dagsferð til Cairo - Píramídarnir, Sphinx og þjóðminjasafnið í Cairo - Vera Illugadóttir
Dagsetningar
Miðvikudagur 11. október
Fimmtudagur 12. október - Örfá sæti laus

Í þessari dagsferð heimsækjum við eitt af sjö undrum veraldar, Spfinx og píramídana í Giza ásamt hinu þekkta þjóðminjasafi Egyptalands. Flogið frá Sharm El Sheikh kl. 06:00. Eftir klukkutíma flug er lent á Sphinx flugvelli í vesturhluta Cairo þar sem innlendur leiðsögumaður tekur á móti hópnum. Þaðan er ekið að Spinx og píramídunum í Giza. Eftir skoðunarferðina í Giza er haldið með hópinn í hádegisverð. Að hádegisverði loknum er haldið í þjóðminjasafn Egypta en þar er að finna mikinn fjölda af heimsfrægum þjóðminjum. Flogið er aftur til Sharm El Sheikh snemma kvölds og áætluð heimkoma á hótel er á milli kl. 21:00 og 22:00.

Verð 59.900 kr. á mann.
Innifalið í verði: Fargjald, leiðsögn með íslenskum fararstjóra ásamt Veru og staðarleiðsögumanni, aðgangseyrir á safn og hádegisverður. 


 

Ferð: Kamelreið og sólsetur í eyðimörkinni
Dags: Föstudagur 13. október

Lýsing:
Haldið af stað seinnipartinn og keyrt áleiðis í eyðimörkina. Þar gefst tækifæri á að halda í reiðtúr á kameldýri. Þessi harðgerðu dýr hafa fylgt þjóðinni frá örófi alda sem helstu fararskjótar eyðimerkurinnar, enda fætur þeirra hannaðir til að sökkva ekki niður í sandinn, þeir eru sterkir til burðar og geta verið án vatns svo dögum skiptir.  Eftir kamelreiðina er haldið í heimsókn í Bedouina tjald þar sem boðið er uppá te. Upplifum sólarlag í eyðimörkinni áður en haldið er aftur heim á hótel. Enskumælandi fararstjórn. 

Verð 8.900 kr. á mann
Innifalið í verði: Akstur, reiðtúr og enskumælandi fararstjórn. 


Ferð: Dagsferð til Luxor - Vera Illugadóttir
Dagsetningar
Laugardagur 14. október - UPPSELT!
Miðvikudagur 18. október - ÖRFÁ SÆTI LAUS!

Lýsing
Í þessari ferð er haldið mjög snemma af stað í einstaka ferð til Luxor þar sem flogið er frá Sharm til Luxor. Innlendur leiðsögumaður tekur á móti hópnum við komuna til Luxor. Heimsókn á Vestur Bakkann og keyrt þaðan í Konungadalinn þar sem nokkur grafhýsi eru skoðuð. Þá er haldið að Colossi of Memno, tvær styttur sem tákna Amenopis III. Þá er höll Hatshepsut drottningar heimsótt. Þaðan er haldið til Karnak þar sem er að finna þyrpingu nokkura hofa. Í lok ferðar er farið að Luxor Temple. Innifalinn er hádegisverður á meðan á ferð stendur. Komutími aftur á hótel er milli kl 21.00 og 22.00.
 

Verð 59.900 kr. á mann
Innifalið í verði: Fargjald, leiðsögn með íslenskum fararstjóra ásamt Veru og staðarleiðsögumanni og hádegisverður. 


Ferð: Nabq þjóðgarðurinn og reiðtúr á kameldýrum
Dags: Mánudagur 16. október

Lýsing:
Farþegar verða sóttir á jeppum um klukkan 13.00 og ekið er í Nabq þjóðgarðinn, sem talinn er vera eitt best geymda leyndarmál Egyptalands. Ekið er um þjóðgarðinn á jeppunum og stoppað við Beduina-tjöld þar sem boðið er upp á te og heimabakað brauð, léttan reiðtúr á kameldýrum og fræðslu um menningu þjóðflokksins. Þaðan er ekið í Rauðu fjöllin þar sem hópurinn gengur um tvö falleg gljúfur og nýtur sólsetursins. Enskumælandi fararstjórn.

Verð 12.900 kr. á mann
Innifalið í verði: Aðgangur í þjóðgarðinn, akstur og reiðtúr og enskumælandi leiðsögn.


 

Ath. Lágmarksþátttaka er í kynnisferðir en bóka þarf kynnisferðir í gegnum skrifstofu Heimsferða. Hafa þarf í huga að uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma. Dagsetningar geta tekið breytingum innan dvalartímans.

Ath. Hægt er að bóka kynnisferðir þegar ferð er bókuð á netinu eða í gegnum síma 595-1000. 

Verð miðast við farþega í pakkaferðum á vegum Heimsferða!

Vinsamlegast athugið að verð og tímasetningar eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, Heimsferðir áskilja sér rétt að breyta slíku án fyrirvara. Athugið að nákvæmar tímasetningar liggja endanlega fyrir rétt fyrir brottför og er öllum farþegum tilkynnt um þær.   


 

Myndir
Myndir frá Sharm El Sheikh