Steigenberger Alcazar - Allt innifalið
Hótellýsing

Hotel Steigenberger er stórglæsilegt 5 stjörnu hótel staðsett við ströndina í Nabq Bay í Sharm El Sheikh.  Beint aðgengi er frá garðinum út á glæsilega einkaströnd sem er vel búin fyrir hótelgesti, með sólbekkjum og sólhlífum.  Sanafir bar er strandbar á vegum hótelsins sem þjónar gestum á ströndinni.  Yfirbragð hótelsins er afar hlýlegt og á sama tíma nútímalegt. Það er stílhreint en með afrísku ívafi.  Sameiginleg aðstaða er mjög góð, þrjár góðar sundlaugar og tvær sundlaugar fyrir börn, góðir bekkir og sólhlífar.  Ein af stóru sundlaugunum er eingöngu fyrir fullorðna. Fjölbreytt þjónusta fyrir þá sem vilja hreyfa sig í fríinu m.a. jógatímar, strandblak og tennis.  Glæsilegt heilsurækt (spa).  Góð aðstaða fyrir börn, leiksvæði og sér sundlaug.

Á Steigenberger er “allt innifalið”, fæði og innlendir drykkir.  Morgun- hádegis- og kvöldverður eru í boði frá aðalveitingastað hótelsins, Rihanna Main Restaurant.  Þessu til viðbótar eru 5 a la carté veitingastaðir: japanskur, ítalskur, líbanskur, sjávarréttastaður og matsölustaður sem leggur áherslu á mat frá Miðjarðarhafinu.  Á meðan á dvöl stendur geta gestir hótelsins valið að snæða á 3 af þessum veitingastöðum á meðan á dvöl stendur, án endurgjalds.  Þá eru þrír snarlbarir við sundlaugarnar, tveir barir í hótelafgreiðslunni og einn á ströndinni.  

Herbergin eru mjög rúmgóð og fallega innréttuð í hlýlegum stíl.  Þau eru ca 46 fermetrar með loftkælingu, baðherbergi með sturtuklefa, baðkari, baðslopp og inniskóm. Herbergin eru einnig með te- og kaffiaðstöðu.  Ókeypis minibar, tvö einbreið rúm eða eitt king-size rúm.  Internert er aðgengilegt í sameiginlegri aðstöðu og á herbergjum.  Öll herbergi með svölum eða verönd.  Hægt er að sérpanta herbergi með beinu aðgengi út í sundlaug.  það eru þá 2-3 herbergi sem staðsett eru hlið við hlið sem deila sundlaug.

Stórglæsilegt hótel við ströndina með fyrsta flokks þjónustu.

 

Almennt eru ekki lyftur á hótelum í Sharm El Sheikh enda flest hótelin aðeins á 2 hæðum.

Stjörnugjöf miðast við opinbera stjörnugjöf í Egyptalandi