Jaz Mirabel beach - Allt innifalið
Hótellýsing

Jaz Mirabel Beach er gott 5 stjörnu hótel staðsett við Nabq flóann og ströndina í Sharm El Sheikh.  Hótelið er líflegt og hentar vel fyrir einstaklinga og barnafjölskyldur.  Garðurinn er hinn glæsilegasti með sex sundlaugum, þar af tvær fyrir börn.  Skemmtilegar rennibrautir eru við eina sundlaugina. Hótelið stendur alveg við ströndina og er því opið beint úr hótelgarðinum.  Hótelgestir hafa aðgang að einkaströnd hótelsins þar sem þeir hafa afnot af sólbekkjum og sólhlífum.  Þar er einnig skemmilegur bar fyrir hótelgesti. Fjölbreytt dagskrá  í garðinum og á ströndinni m.a. fótbolti, strandblak og hótelið er einnig með fjölbreytt úrval af ýmsu vatnasporti.  Góð líkamsræktaraðstaða og tennisvellir.  Hárgreiðslu- og snyrtistofa.  Hótelið býður gestum uppá akstur til Naama Bay gegn vægu gjaldi.

Hótelið býður eingöngu uppá “allt innifalið” og eru það þá allur matur og innlendir drykkir.  Morgun- hádegis og kvöldverður er þá snæddur á aðalveitingastað hótelsins, El Nakheel.  Einnig eru þrír a la carte veitingastaðir: ítalskur, asískur og veitingastaður sem sérhæfir sig í matargerð frá  Mið-Austurlöndum. Gestir geta valið að snæða einu sinni á einum af þessum þremur stöðum, án endurgjalds, á meðan á dvöl stendur.  Þá eru nokkrir barir á hótelinu m.a. við sundlaugina, við ströndina og í hótelafgreiðslunni.  Einn af snarlbörum hótelsins býður uppá “late breakfast” fyrir þá sem vilja sofa aðeins lengur á morgnana. 

Herbergin eru staðsett í nokkrum byggingum sem raðast upp meðfram hótelgarðinum.  Hótelið er á tveimur hæðum. Hægt er að velja úr ýmsum tegundum herbergja með tilliti til útsýnis m.a. með garðsýni, með sundlaugarsýn eða sjávarsýn.  Fjölskylduherbergin eru rúmgóð og eru með tvö fullbúin aukarúm.  Hægt er að loka á milli aðalrýmis og þess rýmis sem hýsir aukarúmin. Herbergin eru öll loftkæld með te- og kaffiaðstöðu.  Gott baðherbergi með sturtu og hárþurrku.  Öll herbergi eru með minibar.

Frábært fjölskylduhótel, vel staðsett við ströndina. Hentar líka einstaklingum.

 

Almennt eru ekki lyftur á hótelum í Sharm El Sheikh enda flest hótelin aðeins á 2 hæðum.
Stjörnugjöf miðast við opinbera stjörnugjöf í Egyptalandi