Myndir - Heimsferðir
Bilbao
Stórborg með einstaka blöndu af menningu og náttúru 🌟

Bilbao er lífleg borg í Baskahéraði á Norður-Spáni sem hefur umbreyst úr iðnaðarborg í nútímalegt og menningarlegt miðpunkt. Borgin er fræg fyrir Guggenheim-safnið, arkitektúrperlu sem hefur orðið tákn borgarinnar, ásamt ótal öðrum galleríum og listasöfnum.
 

Hápunktar Bilbao:

Guggenheim-safnið: Einstakt listasafn með samtímalist í byggingu sem er verk arkitektsins Frank Gehry.

Gamli bærinn (Casco Viejo): Heillandi svæði með þröngum götum, hefðbundnum baskneskum pintxos-börum og líflegri stemmingu.

Ría de Bilbao: Fljótið sem rennur í gegnum borgina skapar fallegar gönguleiðir og er tengt við nútímalega byggingarlist og brúarverk.
 

Menning og matargerð

Bilbao er þekkt fyrir pintxos, baskneska útgáfu tapas, þar sem hver munnbiti er listaverk í sjálfu sér. Á veitingastöðum er boðið upp á rétti sem sameina nýsköpun og hefðbundna matargerð með afbragðs hráefnum frá sjó og landi.
 

Náttúra og útivist

Borgin er umkringd grænum fjöllum og aðeins stutt í Atlantshafsströndina, sem gerir hana tilvalda fyrir þá sem vilja njóta bæði borgarlífs og náttúru. Fyrir þá sem elska útivist er Pagasarri-fjallið nálægt og býður upp á frábærar gönguleiðir.
 

Bilbao er áfangastaður sem hentar öllum – listunnendum, matgæðingum, söguáhugafólki og þeim sem vilja njóta spennandi borgarlífs í bland við róandi náttúru.

 

Kynnisferðir Heimsferða - Bilbao

Fararstjórar : Anna Lea og Brói 

Hagnýtar upplýsingar fyrir Bilbao


Gönguferð um borgina – um 3-4 klst                                           25.apríl kl. 10:00 Farið er frá Hótel Nervion 


Farið er frá Hótel Nervion kl. 10:00. Síðan er gengið meðfram Nervión ánni, og farið framhjá helstukennileitum eins og Zubizuri brúin og Euskalduna höllin. Rölt er um Casco Viejo (Gamla bæinn), þar sem hægt er að skoða þröngar götur,  Bilbao dómkirkjuna og notið mannlífs í líflegu Plaza Nueva.

La Ribera markaðurinn er heimsóttur og Plaza Moyúa, glæsilegs torgs með fallegum byggingum. Gengið að Bilbao listasafninu, sem sýnir baskneska og spænska list. ferðin endar við San Mamés leikvanginn, heimili Athletic Club Bilbao. 

Þessi ferð er fullkominn blanda af sögu, list og nútímalegum arkitektúr. 

Verð kr. 3.500 á mann. 
Innifalið í verði: Íslensk leiðsögn og hvíslur. 


San Sebastian dagsferð                                           26.apríl  09:30


Skoðunarferð San Sebastian, Saint Jean de Luz, Hondarribia og Biarritz 8 klst

Farið er frá miðbæ Bilbao til San Sebastian, sem almennt er talin fallegasta borg Baskalands. Borgin skoðuð með leiðsögumanni. 

Þar ber hæst þröngar götur sögulega hverfisins og sjá hið stórfenglega Igeldo fjall í fjarska. Næst er haldið yfir frönsku landamærin 

til að heimsækja hinn sögulega bæ Hondarribia, fallegan hefðbundinn bæ með fornu miðaldavirki. Þaðan er farið til Hendaye. 

Þá er ferðinni heitið til Saint Jean de Luz, fallegs þorps við frönsku Baskaströndina. Heimili Louis XIV heimsótt og sem og heillandi 

Saint-Jean-Baptiste kirkjuna. Að lokum er haldið til Biarritz þar sem ströndin „Beach of Kings“ er staðsett. 

Hún er nefnd það vegna gæða strandarinar, mjúkur sandur og einstök fegurð. Ströndin er fræg fyrir tíðar heimsóknir Napóleons III, Frank Sinatra og Gary Cooper.

Verð kr. 12.900 á mann. 
Innifalið í verði: rútuakstur og íslensk leiðsögn.


Ath. Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 3 dögum fyrir brottför. Hafa þarf í huga að uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.



Ath. Hægt er að bóka kynnisferðir þegar ferð er bókuð á netinu eða í gegnum síma 595-1000

Ath. Verð miðast við farþega í pakkaferðum á vegum Heimsferða

Vinsamlegast athugið að verð og tímasetningar eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, Heimsferðir áskilja sér rétt að breyta slíku án fyrirvara. Athugið að nákvæmar tímasetningar liggja endanlega fyrir rétt fyrir brottför og er öllum farþegum tilkynnt um þær.   


 

Áhugavert að skoða í Bilbao!

Ýmislegt er hægt að gera í Porto og hér að neðan má finna ýmsa afþreyingu.

Myndir
Myndir frá Bilbao
Dvalarstaðir
Stjörnugjöf
Svæði

Hotel Ilunion Bilbao

Bilbao

Barceló Bilbao Nervión

Bilbao

Catalonia Bilbao

Bilbao

Hesperia Bilbao

Bilbao

Catalonia Donosti

San Sebastian

Zenit Convento San Martin

San Sebastian

Stökktu til Bilbao 3*

Bilbao

Stökktu til Bilbao 4*

Bilbao