Hotel Ilunion Bilbao er staðsett í viðskiptahjarta Bilbao, í 100 metra fjarlægð frá San Mamés-strætisvagna- og neðanjarðarlestarstöðvum.
Öll herbergin á Hotel Ilunion Bilbao eru með loftkælingu minibar og flatskjá með gervihnattarásum. Þau eru einnig með sérbaðherbergi og hárþurrku.
Þetta hótel er formlega aðlagað fyrir gesti með skerta hreyfigetu og herbergi með aðgengi fyrir hreyfihamlaða eru í boði gegn beiðni, einnig fyrir fólk með heyrnar- og sjónskerðingu.
Athugið að gæludýr eru leyfð á hótelinu.
Fullbúin líkamsræktarstöð er í aðeins 150 metra fjarlægð frá hótelinu án aukakostnaðar fyrir hótelgesti.
Innritun er kl. 14:00 og útritun á heimferðardegi kl. 12:00.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.