Svartfjallaland varð á ný sjálfstætt ríki árið 2006 eftir að hafa verið undir stjórn Júgóslavíu frá árinu 1918.
Náttúrufegurðin í Svartfjallalandi er ómótstæðileg, en allt í kringum Budva eru háir fjallstindar með góðu útsýni yfir Adríahafið og Rivieruna, fallegar hvítar strandlengjur og tær sjór. Veðurfar yfir vetrarmánuðina er millt og notalegt.
Bærinn Budva er staðsettur á Budva Riviera svæðinu sem liggur að austurströnd Adríahafsins. Stutt er að landamærum Króatíu og Albaníu. Budva er 60.000 manna strandbær og er einn vinsælasti sólaráfangastaður Svartfjallalands. Saga Budva nær aftur til fimmtu aldar fyrir Krist sem gerir hann að einni elstu byggð við Adríahafið. Fyrstu íbúar Budva voru konungurinn af Thebe, Kadmo og Harmonia drottning.
Budva er hvað þekktastur fyrir ferðamannaiðnaðinn sem er þeirra aðalstarfsgrein, miðaldaarkitektúr, iðandi næturlíf, góðan mat, fallegar strandlengjur og þröngar götur í miðaldarbænum sem er umlukinn fornu borgarvirki sem skemmtilegt er að ganga um, en þar má meðal annars finna aldargamlar kirkjur og söfn. Ofan af veggjum virkisins er gott útsýni yfir til St. Nicholas eyjunnar.
Norðan við Budva er Kotor-flóinn en þar má meðal annars finna hina sögufrægu Kaþólsku kirkju “Our Lady of the Rock” og bæinn Kotor sem er á heimsminjaskrá UNESCO síðan 1979.
Mikið er um afþreyingu í kringum Budva og nálægum bæjum sem vert er að skoða, t.d. River-rafting, zipline, kajakferðir og fl.
Það verður enginn svikinn af ferð til Budva.
Fararstjóri okkar í þessari ferð er Ása Marin Hafsteinsdóttir. Hún hefur unnið við fararstjórn hálfa ævi og á Andalúsía sérstakan stað í hjarta hennar. Fyrir Heimsferðir hefur hún tekið að sér fararstjórn í strandbæjum Spánar, í borgarferðum á Spáni og Portúgal, á eyjum í Karíbahafi og ýmsum sérferðum.
Ása Marin er einnig rithöfundur og er Andalúsía sögusviðið í skáldsögu hennar, Elsku sólir. Hún hefur einnig skrifað skálduðu ferðasögurnar Sjávarhjarta sem gerist á skemmtiferðaskipi í Karíbahafi, Yfir hálfan hnöttinn sem gerist í Víetnam og Vegur vindsins, buen camino sem fjallar um pílagrímagöngu á Jakobsveginum. Hún er menntaður grunnskólakennari og hefur auk skapandi skrifa skrifað námsefni í íslensku fyrir Menntamálastofnun.
Ferð: Kynnisferð um Budva
Dags: Föstudagur 4. október
Tími: Um 2-3 klst.
Lýsing:
Budva er ein af elstu borgum Svartfjallalands sem liggur við Adríahafið, stutt frá landamærum Króatíu og Albaníu. Í borginni búa um 60.000 manns.
Borgin er þekktust fyrir hundruðum veitingastaða, kaffibara, verslana og stranda. Oft kölluð “Miami” Svartfjallalands.
Ferðin byrjar í gamla bænum við heimsækjum aðalhlið borgarinnar og leiðum ykkur í gegnum sögulegar minjar og byggingar. Skoðum bellerínuna, smábátahöfnina og fleira skemmtilegt.
Eftir kynnisferðina er frjáls tími fyrir farþega til að skoða sig um á eigin vegum.
Verð: 4.500 kr. á mann
Innifalið í verði: Íslensk leiðsögn.
Ferð: Dagsferð til Cetinje og í Lipa hellinn
Dags: Laugardagur 5. október
Tími: Um 8-9 klst.
Lýsing:
Uppgötvaðu ríka sögu og fallegt landslag Svartfjallalands.
Ferðin hefst með heimsókn í Lipa hellinn sem er einn stærsti hellir Svartfjallalands, þar stoppum við í um 60 mínútur og höldum svo ferðinni áfram til Cetinje, hinnar fornu höfuðborgar Svartfjallalands. Hér skoðum vestry Cetinje klaustur, þar sem minjar Jóhannesar skírara eru varðveittar.
Næst liggur leiðin til litla þorpsins Njegusi, fæðingarstað hins fræga Svartfjallalandshöfðingja Petar II Petrovic Njegos. Þorpið er þekkt fyrir frægar prosciutto (reykta skinku)
Á veitingastöðum þorpsins er hægt að kynnast hefðbundinni Svatfjallenskri matargerð. Eftir gott matarstopp er ferðinni heitið að áhugaverðum þjóðgarði Svarfjallalands. Hér er gengið í gegnum garðinn og notið með leiðsögn. Að þessu loknu er haldið til baka til Budva.
Verð: 19.500 kr. á mann
Innifalið í verði: Rútuferð, smökkun, 3 rétta hádegisverður, aðgangur að Lipa hellinum, aðgangur að þjóðgarðinum og íslensk leiðsögn.
Ferð: Hálfsdagsferð að Skadar vatni
Dags: Sunnudagur 6. október
Tími: Um 5-6 klst.
Lýsing:
Hér heimsækjum við stærsta stöðuvatn Balkansskagans. Fjölbreytt gróður og dýralíf er í þjóðgarðinum umhverfis vatnið. Landamæri Svartfjallalands og Albaníu liggja þvert í gegnum mitt vatnið.
Við keyrum í rúma klukkustund eftir strandlengjunni og svo upp í fjöllin og í gegnum lítil þorp.
Þegar á áfangastað er komið er farið í bátsferð út á vatnið og siglt í gegnum haf vatnalilja. Nær óspilt náttúra þar sem sjaldgæfar fuglategundir og fiskategundir halda til.
Eftir bátsferðina er í boði hádegisverður á veitingastað í nágreninu.
Verð: 10.500 kr. á mann
Innifalið í verði: Rútuferð, hádegisverður, aðgangur í þjóðgarðinn og íslensk leiðsögn.
Ath. Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 15 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 3 dögum fyrir brottför. Hafa þarf í huga að uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.
Ath. Hægt er að bóka kynnisferðir þegar ferð er bókuð á netinu eða í gegnum síma 595-1000
Ath. Verð miðast við farþega í pakkaferðum á vegum Heimsferða
Vinsamlegast athugið að verð og tímasetningar eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, Heimsferðir áskilja sér rétt að breyta slíku án fyrirvara. Athugið að nákvæmar tímasetningar liggja endanlega fyrir rétt fyrir brottför og er öllum farþegum tilkynnt um þær.
Áhugavert að skoða í Budva!
Ýmislegt er hægt að gera í Budva og hér að neðan má finna ýmsa afþreyingu.
![]() | Miðaldabærinn (Budva Old Town) Gamli bærinn í Budva er einkennismerki bæjarins, þar má finna aldagamlar krikjur og söfn (Citadel). |
![]() | Sveti Stefan Einkaeyja sem seld var til fyrirtækisins Aman árið 2008. Síðan þá hefur eyjan verið í einkaeigu og er þar að finna 5* Resort. Nánari upplýsingar má finna hér. |
![]() | Mogren Mogren ströndin er í stuttri göngufjarlægð frá gamla bænum, þar má finna hina frægu “Ballerina girl”, styttu sem stendur á kletti í sjávarmálinu. Ofan við ströndina má sjá yfirgefið virki sem hægt er að ganga að og skoða, þaðan er frábært útsýni yfir Budva. Nánari upplýsingar má finna hér. |
![]() | Lipa hellirinn Í 40 mínútna aksturfjarlægð er að finna einn stærsta helli Svartfjallalands, 2.5 km langur, dropasteinshellir þar sem er að finna mikið af formfögrum dropasteinssúlum. Gott er að taka með sér peysu eða jakka þar sem kalt getur verið í hellinum (8-12°). Nánari upplýsingar má finna hér. |
![]() | Kotor Dagsferð til Kotor þar sem hægt er að fara í siglingu um Kotor-flóann. Nánari upplýsingar má finna hér. |
![]() | Praskvica klaustrið Er staðsett á hæð fyrri ofan Milocer, þaðan er frábært útsýni yfir Sveti Stefan eyjuna. |
![]() | Lovcen þjóðgarðurinn Dagsferð í Lovcen þjóðgarðinn er eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara, þaðan er frábært útsýni, fornminjum og einnig hægt að fara í zipline í 980m hæð yfir sjávarmáli. Nánari upplýsingar má finna hér. |
*Vert er að taka fram að þessar ferðir eru ekki á vegum Heimsferða, heldur aðeins hugmyndir um áhugaverða staði. Heimsferðir bera ekki ábyrgð á miðakaupum.