Avala Resort & Villas
Hótellýsing

Hótel Avala Resort & Villas er virkilega fallegt 301 herbergja hótel staðsett við Plaža Ričardova Glava ströndina mitt á milli gamla bæjarins og Mogren strandarinnar. Um 10 mínútna göngufjarlægð er að Tq Plaza verslunarmiðstöðinni. Hótelið var byggt árið 1937 en hefur verið tekið í gegn og fært í nútímastíl.

Hótelið er fallega innréttað í nýtískulegum stíl og hér er móttakan opin allan sólarhringinn. 

Herbergin eru rúmgóð og fallega innréttuð. Í öllum herbergjum eru loftkæling, sjónvarp, öryggishólf, skrifborð,  mini-bar og svalir, á baðherbergi er hárþurrka, sloppar og inniskór. 

Á hótelinu eru 3 sundlaugar, þar af ein innilaug sem opin er allt árið. Sólbekkir eru við sundlaugar auk þess sem hótelið er við einkaströnd sem gestir hafa aðgang að. 

Líkamsrækt og heilsulind er á hótelinu, en þar er hægt að panta tíma í líkams og andlitsmeðferðir, klippingu og fl. gegn gjaldi.
Veitingastaður og bar er á hótelinu og snakk bar við sundlaugina. Hér er boðið upp á morgunverðarhlaðborð.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.