Sólarferðir m/vatnsleiksvæði

Fjölskylduvæn hótel með vatnsleiksvæði eru sífellt að verða vinsælli. Hérna má sjá alla gistivalkostina sem bjóða upp á gott vatnsleiksvæði með ýmist vatnsrennibrautum og/eða vatnssplasssvæði.

Á þessum gistivalkostum geta allir fjölskyldumeðlimirnir notið frísins til hins ítrasta. Yngstu fjölskyldumeðlimirnir geta unað sér við leik á vatnsleikjasvæðunum og þeir eldri verða ungir í anda.  

Þá eru oftast nær einnig barnaklúbbar á þessum gistivalkostum og skemmtidagsskrá bæði á daginn og svo á kvöldin þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Á þessum gistivalkostum má velja um fæðisval, allt frá því að ekkert fæði er innifalið eða allt innifalið - það fer eftir hvað gististaðurinn býður uppá. Þá er einnig misjaft hve marga má bóka saman í gistingu. 

Globales Playa Estepona

MARBELLA
Frábært fjölskylduhótel með stórum sundlaugargarði og fullt af skemmtilegu vatnsfjöri fyrir krakkana. 

Zoraida Beach Resort

COSTA DE ALMERÍA
Glæsilegt og líflegt hótel með frábærri aðstöðu fyrir fjölskyldur og fjölbreytta þjónustu!

Aparthotel Magic Tropical Splash

BENIDORM
Góð 4* fjölskyldugisting á Benidorm.
Frábær sundlaugargarður og vatnsrennibrautir fyrir allan aldur.

Parque Santiago III/IV

TENERIFE
Ákaflega skemmtilegt, fjölskylduvænt og líflegt íbúðahótel með stórum garði, mikilli afþreyingu og fjölbreyttri þjónustu.

Albir Garden Resort

ALBIR
Einkar góður og fjölskylduvænn valkostur sem býður fjölbreytta þjónustu og góða staðsetningu.

Roc Marbella Park

MARBELLA
Skemmtilega hannað hótel fyrir fjölskyldur með fallegum garði, þremur sundlaugum og litlum vatnsrennibrautagarði fyrir yngstu kynslóðina. 

Sirios Village

KRÍT
Einstaklega líflegt hótel með fallegum garði, einfaldlega frábær valkostur fyrir fjölskyldufólk.

Bitacora Spring Hotel

TENERIFE
Mjög gott og fjölskylduvænt hótel sem býður fjölbreytta þjónustu og fallegan garð, staðsett í hjarta Amerísku strandarinnar.

Lopesan Baobab Resort

GRAN CANARIA
Stórglæsilegt hótel staðsett á Meloneras ströndinni, allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi!

Hotel Los Patos Park

COSTA DEL SOL
Afar skemmtilegur og vel staðsettur valkostur fyrir fjölskylduna með nýlegum og flottum garði.

Hotel Rosamar

BENIDORM
Vel staðsettur og fjölskylduvænn gistivalkostur, skammt frá Levante ströndinni á Benidorm.

Hotel Roc Costa Park

COSTA DEL SOL
Hagkvæmur valkostur með flottum sundlaugargarði og fjölbreyttri þjónustu, frábær valkostur fyrir fjölskyldufólk.

Coral Los Alisios Apts

TENERIFE
Afar góður kostur fyrir fjölskyldufólk með vatnsleiksvæði fyrir börnin - mjög góður valkostur í Los Cristianos. 

Parque Cristobal

GRAN CANARIA
Einkar góður gistivalkostur með  fjölbreytta afþreyingu og frábæra staðsetningu á Ensku ströndinni.

Playasol Spa Hotel

COSTA DE ALMERÍA
Flott og fjölskylduvænt hótel við ströndina með frábærum sundlaugagarði, góðri aðstöðu og fjölbreyttri þjónustu.

Hotel Best Sabinal

COSTA DE ALMERÍA
Þetta hótel er staðsett alveg við ströndina, skammt frá Zoraida hótelinu sem svo margir þekkja.

Playalinda Hotel

COSTA DE ALMERÍA
Fjölskylduvænn gistivalkostur við ströndina með góðum sundlaugargarði og fjölbreytti þjónustu.

Hotel Playacapricho

COSTA DE ALMERÍA
Playacapricho er afar gott og fallegt hótel á góðum stað, alveg við ströndina í Playa Serena.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Þú ert að fara að bóka:


Pakkaferð (flug & hótel) 

________________________________________

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 7
  • 14
  • 21