Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Okkar vinsælu 60+ ferðir

Í þessum ferðum með Gunnari á Tenerife eða Gran Canaria, Birgitte á Benidorm og Önnu Leu og Bróa á Costa del Sol myndast sterk vinabönd og hópurinn er samstæður og mikil samvera en það koma allir brosandi og fullir af jákæðri orku úr þessum ferðum. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins á Tenerife, Gran Canaria, Costa del Sol eða Benidorm á ótrúlegum kjörum. Fjölbreytt dagskrá í boði í fylgd okkar frábæru fararstjóra.  Ár eftir ár seljast þessar ferðir okkar upp. 

SÉRKJÖR FYRIR ALLA FÉLAGA Í FÉLAG ELDRI BORGARA  - EKKERT BÓKUNARGJALD EF BÓKAÐ ER HJÁ FERÐARÁÐGJÖFUNUM OKKAR.

Tenerife

Hinn vinsæli og bráðhressi skemmtanastjóri Gunnar Svanlaugsson verður með sína frábæru vorferð til Tenerife fyrir fólk í blóma lífsins en hann leggur ríka áherslu á að allir fái að njóta sín og setur saman dagskrá sem hentar öllum. Í ferðum Gunnars myndast sterk vinabönd og hópurinn er samstæður og mikil samvera en það koma allir brosandi og fullir af jákæðri orku úr þessum ferðum.

Hótel Best Tenerife er 4 stjörnu og m/hálfu fæði. Hótelið er staðsett á frábærum stað og örstutt ganga á “Laugaveginn”. Herbergin eru nýuppgerð og garðurinn fallegur ásamt nýrri heilsulind og bar uppá þaki hótelsins með útsýni yfir svæðið (gegn gjaldi). Frítt öryggishólf og ókeypis nettenging er á hótelinu.

Bóka til Tenerife

Benidorm

Okkar vinsæla ferð eldriborgara á Benidorm með Birgitte Bengston lætur engan ósnortinn! Einstök ferð m/gistingu á Hotel Melia m/hálfu fæði og drykk en einnig er unnt að bóka m/allt innifalið.
Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins á Benidorm á ótrúlegum kjörum. Fjölbreytt dagskrá í boði í fylgd okkar frábæra fararstjóra Birgitte Bengtsson. Ár eftir ár seljast þessar ferðir okkar upp. 

 

Dvalið er á hinu einstaka Melia Benidorm 4* m/ hálfu fæði eða öllu inniföldu. Frábær garður, falleg herbergi og öll aðstaða til fyrirmyndar. Vel staðsett og stutt að ganag á Levante ströndina, eða um 700 metrar.

Bóka til Benidorm

Costa del Sol

Eldriborgaraferð til suður spánar 13 maí í 15 nætur með hinum einu og sönnu fararstjórum Önnu Leu og Bróa.

Dvalið verður á hinu glæsilega Iberostar Costa del Sol, 4* hótel sem staðsett er í útjaðri Marbella og örstutt frá bænum Estepona. Anna Lea og Brói munu sjá um létta skemmtun og fararstjórn fyrir hópinn meðan á dvöl stendur með göngum, leikfimi og söng eins og þeim er einum lagið. 

Garðurin er skemmtilega hannaður með góðri sundlaug og nuddpotti. Einnig er glæsileg heilsulind á hótelinu þar sem hægt er að panta tíma fyrir nudd og aðrar meðferðir.

Frábær ferð í eitt skemmtilegasta hérað Andalúsíu.

Bóka til Costa del Sol

GRAN CANARIA

"Allt innifalið" í 2 vikur á Gran Canaria með hinum bráðhressa skemmtanastjóra Gunnari Svanlaugssyni. Frábær ferð fyrir fólk í blóma lífsins en Gunnar leggur ríka áherslu á að allir fái að njóta sín og setur saman dagskrá sem hentar öllum. Í ferðum Gunnars myndast sterk vinabönd og hópurinn er samstæður og mikil samvera en það koma allir brosandi og fullir af jákæðri orku úr þessum ferðum. Hreyfing, dans og söngur!

Gist er á 4* hótelinu Barcelo Occidental Margaritas á Playa del Ingles. Þar er allt innifalið, bæði matur og drykkir meðan á dvöl stendur. Hótelið er á Ensku ströndinni, á Gran Canaria götunni, og þykja herbergin björt og fallega innréttuð. Fallegur og góður garður er við hótelið með upphitaðri sundlaug.  

Bóka til Gran Canaria

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti