Hér að neðan má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um verð og farangursheimildir hjá öðrum flugfélögum sem Heimsferðir starfa með.
Stærð farangurs
Mikilvægt er að hafa í huga stærð töskunnar, en hún þarf að passa í tilskilin hólf sem hægt er að finna á flugvöllum.
Lítill persónulegur hlutur (10kg max) er alltaf innifalinn í verði. Þetta á við um t.d. lítil veski og tölvutöskur og þarf að passa undir sætið fyrir framan þig. Stærð farangurs má vera 42x32x25 cm.
Handfarangur (12 kg max) er yfirleitt* innifalinn í pakkaferð með Heimsferðum. Þetta á við um litlar „flugfreyjutöskur“ t.d. og verða þær að passa í farangurshólfið fyrir ofan sætin. Stærð farangurs má vera 56x45x25 cm.
Innritaður farangur (20kg max) er innifalinn í pakkaferð með Heimsferðum. Hver farþegi má ferðast með allt að þrjár slíkar töskur. Verð fyrir auka þyngd má sjá á verðskránni hér að ofan. Hver taska má ekki vera þyngri en 32kg. Stærð farangurs má vera að hámarki 158 cm (lengd+breidd+hæð).
ATH! Ef aðeins er keypt flugsæti er aðeins innifalið lítill persónulegur hlutur.
ICELANDAIR FARANGURSUPPLÝSINGAR
Innritun: 23 kg. Handfarangur: 10 kg.
SMART WINGS / TRAVEL SERVICE FARANGURSUPPLÝSINGAR
Innritun: 20 kg. Handfarangur: 5 kg. (56x45x25 cm)