Önnur flugfélög - Heimsferðir
Önnur flugfélög
Upplýsingar um þjónustu annarra flugfélaga sem við vinnum með

Hér að neðan má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um verð og farangursheimildir hjá öðrum flugfélögum sem Heimsferðir starfa með. 


Stærð farangurs
Mikilvægt er að hafa í huga stærð töskunnar, en hún þarf að passa í tilskilin hólf sem hægt er að finna á flugvöllum. 

Lítill persónulegur hlutur (10kg max) er alltaf innifalinn í verði. Þetta á við um t.d. lítil veski og tölvutöskur og þarf að passa undir sætið fyrir framan þig. Stærð farangurs má vera 42x32x25 cm. 

Handfarangur (12 kg max) er yfirleitt* innifalinn í pakkaferð með Heimsferðum. Þetta á við um litlar „flugfreyjutöskur“ t.d. og verða þær að passa í farangurshólfið fyrir ofan sætin. Stærð farangurs má vera 56x45x25 cm.

Innritaður farangur (20kg max) er innifalinn í pakkaferð með Heimsferðum. Hver farþegi má ferðast með allt að þrjár slíkar töskur. Verð fyrir auka þyngd má sjá á verðskránni hér að ofan. Hver taska má ekki vera þyngri en 32kg. Stærð farangurs má vera að hámarki 158 cm (lengd+breidd+hæð).

ATH! Ef aðeins er keypt flugsæti er aðeins innifalið lítill persónulegur hlutur. 


ICELANDAIR FARANGURSUPPLÝSINGAR
Innritun: 23 kg. Handfarangur: 10 kg. 

SMART WINGS / TRAVEL SERVICE FARANGURSUPPLÝSINGAR
Innritun: 20 kg. Handfarangur: 5 kg. (56x45x25 cm)

 

UPPLÝSINGAR UM FARANGUR HJÁ NEOS