Primera Air hættir starfsemi

Primera Air hættir starfsemi

Frá og með morgundeginum 2. október, hættir Primera Air starfsemi og fer fram á greiðslustöðvun. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir starfsfólk og viðskiptavini félagsins eftir árangursríkan rekstur í 14 ár. Í kjölfar þungbærra áfalla á síðsta ári, þegar félagið misst vél úr flota sínum vegna tæringar, sem hafði í för með sér viðbótarkostnað að upphæð 1,5 miljarðs króna.  Og á þessu ári,  í kjölfar mikilla seinkana á afhendingu véla frá Airbus til félagsins, sem kostaði félagið yfir 2 milljarða króna á árinu, þá var ljóst að félagið gat ekki haldið áfram nema með verulegri hlutafjáraukningu, til að mæta tapi, sem og fyrir framtíðaruppbyggingu félagsins. Á næsta ári átti félagið að taka á móti 10 nýju flugvélum frá Boeing. Í ljósi erfiðra rekstraraðstæðna í flugrekstri í dag, hás olíuverðs, mjög lágs farmiðaverðs á öllum mörkuðum, og sem mun lækka enn frekar, þá tók stjórn félagins þá ákvörðun að hætta rekstri núna, á tímapunkti sem hægt er að lágmarka óþægindi til viðskiptavina. Einnig á sama tíma, er það ábyrgðarhluti að fara í svo stóra fjárfestingu í nýjum vélum eins og til stóð, ef ekki er hægt að fulltryggja það verkefni til enda, og til að koma í veg fyrir tjón birgja og leigusala.

Unnið verður með flugmálastjórnum Danmerkur og Lettlands í að leysa úr málum farþega sem eiga bókuð flug. Verða upplýsingar um það á heimasíðu félagsins. Öll flug fyrir íslenskar ferðaskrifstofur hafa verið flutt til annarra flugfélaga, og munu ferðaskrifstofur upplýsa farþega sína um það, en engin röskun verður á flugi ferðaskrifstofa  frá Íslandi. Heimsferðir hafa flutt alla samninga sína til Travel Service, og munu aðstoða farþega Primera Air til tryggja að allir komist á áfangastað og til landsins.

 

Reykjavík 1.október

Stjórn Primera Air


Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti