Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Tilkynning frá Heimsferðum

Kæri viðskiptavinur,

Um leið og við þökkum þér viðskiptin viljum við tilkynna þér að Heimsferðir hófu flug með Travel Service, undir nafni Smart Wings, frá og með 2. október 2018, í kjölfar þess að Primera Air hætti flugstarfsemi sinni 2. október 2018.

Engin breyting verður á flugáætlun Heimsferða og hafa Heimsferðir samið um öll flug sín í vetur með óbreyttum hætti.

Travel Service er eitt stærsta flugfélag Evrópu, með 56 vélar í rekstri, og er jafnframt eigandi Czech Airlines. Heimsferðir hafa notað félagið árum saman við góðan orðstýr.

Flugtímar haldast nánast óbreyttir en farangursheimild breytist lítillega; 

  • Leyfilegur innritaður farangur er 20 kg
  • Leyfilegur handfarangur er 5 kg​​​​​
  • Þjónusta með Travel Service innifelur létta máltíð, svo sem samloku, og drykk
  • Engin sala er um borð í flugvélum Travel Service


Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem breytingin kann að hafa í för með sér. Einhverjir kunna að fá tvö bréf, vegna þess að breytingin á þá við bæði útflug og heimflug.

Ný ferðagögn verða send með breyttum tímum og flugnúmerum.

Einnig viljum við benda farþegum sem áttu bókuð flug með Primera Air að Heimsferðir hafi hafið sölu á flugferðum með Travel Service til og frá Tenerife, Gran Canaria og Alicante.

Vanti þig frekari upplýsingar vegna þessara breytinga, vinsamlegast hafðu samband við
skrifstofu Heimsferða í síma 595 1000.

Með kærri kveðju,
starfsfólk Heimsferða

 
Deila núverandi vefslóð með tölvupósti