Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

GAUTABORGARLEIKAR 7-14. júlí 2021

Gautaborgarleikarnir í frjálsum 2021 er í fullum undirbúningi í þeirri von um að aðstæður verði orðnar góðar og eðlilegar þegar að mótinu kemur. 

Gautaborgarleikarnir eru haldnir í miðborg Gautaborgar í Svíþjóð.    Mjög skemmtilegt og gott alþjóðlegt mót í frábærri borg.  Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar í þessarri fallegu borg og samgöngukerfið frábært, auðvelt og þægilegt.  

Hinn þekkti Liseberg-tívólígarður er í miðborginni, skemmtilegar  siglingaleiðir um síkjakerfi borgarinnar (Paddan-síkjabátarnir).  Miðbærinn mjög skemmtilegur með fallegum göngugötum með úrvali veitingastaða og verslana.   Þar er líka Nord Stan verlunarkjarninn ( Mall ). 

UM GAUTABORGARLEIKA Í STUTTU MÁLI.

 • Alþjóðlegt unglingamót haldið í Gautaborg

 • Mótið var haldið fyrst árið 1996.

 • Mótið fer fram á Ullevi leikvagninum glæsilega í miðborginni.

 • Mótsdagarnir sjálfir eru 9.-11.júlí.

 • 40 % þátttakenda kemur erlendis frá.

 • Frábært skipulag.


UM FERÐINA.
 • Ferðadagar eru 7.-14. júlí .

 • Flogið með Icelandair.

 • Gisting á Hótel Scandic Europa miðborginni.

 • Farfuglaheimili.

 • Íslenskur sænskumælandi fararstjóri til aðstoðar allan tímann.

 

FARARSTJÓRAR.
Sverrir Reynisson og Sigurður Gunnarsson.

Hafa verið fararstjorar þarna í áraraðir og þekkja mótið vel og ekki síður borgina.
Aðstoða m.a. við innritun í gistingu og í mótið fyrir utan að vera til taks allan tímann.

UM GISTINGUNA.

 • Gist verður á Scandic Europe Hotel sem er flott hótel í miðborg Gautaborgar.

 • Gist í 2ja, 3ja, og fjögurra manna herbergjum.  

 • Góður organic morgunverður.

 • Frí nettenging/wifi. 

 • Á hótelinu er líkamsræktarstöð og innisundlaug. 

 • Hótelið er við Nordstan verslunarmiðstöðina ( moll )

 • Göngufæri er á leikvanginn ( 1 km )

 • Annars auðvelt að taka sporvagn ( Nokkrar mínútur )

 • Sporvagnastöð við hótelið ( allar áttir ).

 • Tveggja, þriggja og fjögurra manna herbergi.

 • Hótelið er í göngufæri við völlinn

 • Einnig hægt að gista á góðu farfuglaheimili.

 • Gisting í 2ja, 3ja, og fjögurra manna herbergjum.

 • Morgunmatur innifalinn.

 • Sængurför innifalin.

 • Sporvagn við hótelið og þaðan er innan við 10 mín að fara á leikvang.

 • Verslun í sömu byggingu. 


PUNKTAR UM GAUTABORG.

Gjaldmiðillinn er Sænsk króna - SEK.
Eykst sífellt að ekki sé tekið við peningum - einungis tekið við kredit eða debetkortum.
Gautaborg er frábær borg með mikð af afþreyingarmöguleikum.
Samgöngukerfið frábært í Gautaborg.
Nordstan er stærsta verslunarmiðstöðin í miðbænum
Gamli bærinn með skemmtilegum göngugötum.
Liseberg hinn frábæri Tívólí- og skemmtigarður í miðborginni.
Paddan síkjabátarnir : Útsýnissiglingar um miðbæinn og höfnina.
Universeum vísindasafnið í miðbænum, frábær skemmtun.
Gautaborg er mikil sumarborg og veitingastaðir út um allt.


VERÐ OG INNIFALIÐ.:  ( Væntanlegt )

Innifalið:
Flug, skattar, flugvallarakstur erlendis, gisting allan tímann með morgunmat á Hótel Scandic í miðborg Gautaborgar, eða á farfuglaheimili, akstur að skemmtilega stöðuvatninu Kasjoen ; tilboð í Liseberg tívólígarðinn, og íslensk fararstjórn.

 

 

 

 

 

 

 

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti