Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Nýtt – Tyrkland sumarið 2019


Bodrum:
Hin fullkomna umgjörð fyrir ævintýralegt sumarfrí, frábæran mat og afar hagstætt verðlag. Hér er allt til staðar sem hugurinn girnist – fullkominn áfangastaður sem „tikkar“ í öll boxin! Bodrum bíður þín með falleg hótel, einstakan menningararf, stórbrotna náttúrufegurð og töfra Eyjahafsins. Gestrisni tyrkja er með einsdæmum og ró og friður einkenna þetta fallega svæði.
Bærinn skartar fallegum hvítum húsum sem eru víða skrýdd blómum og þröngum heillandi götum sem bera fortíðinni vitni.


Marmaris:
Marmaris er náttúruperla Tyrklands, enda ótrúlega fögur staðsetning á bænum við sjávarsíðuna þar sem eyjar og tindar rísa upp úr hafinu í ævintýralegri fegurð. Í Marmaris eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér er einstakur menningararfur, stórbrotin náttúrufegurð, töfrar Miðjarðarhafsins, stórkostlegur matur og hagstætt verðlag! Frábærar gostingar bæði fyrir fjölskyldufólk og pör.

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti