Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Torrevieja

Sumarið 2020 bæta Heimsferðir Torrevieja á kortið í beinu flugi til Alicante. 

Torrevieja er íslendingum góðkunnug. Borgin liggur í um 50 km fjarlægð suður af Alicante og búa um 80.000 manns á svæðinu. Torrevieja hefur verið vinsælt meðal Íslendinga í mörg ár, en margir Íslendingar eiga sumarhús á svæðinu. Svæðið liggur á milli tveggja stórra saltvatna og eru margir á þeirri skoðun að loftslagið sé því mun betra á svæðinu en annars staðar. 

Í Torrevieja er fjöldi frábærra veitingastaða og verslana, verslunarmiðstöðvarnar eru tvær og eru með fjöldan allan af þekktum verslunum. Strandlífið er yndislegt og eru strendurnar á svæðinu þó nokkrar, vatnsrennibrautagarðarnir eru frábærir og einnig er hér að finna lítinn dýralífsgarð. 

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Þú ert að fara að bóka:


Pakkaferð (flug & hótel) 

________________________________________

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 12

Afþreying

Aquopolis https://torrevieja.aquopolis.es/?lang=en
Vatnsleikjagarðurinn Aquapolis er opinn frá byrjun júní til burjun september. Aquopolis er skemmtilegur garður sem býður upp á afþreyingu fyrir alla fjölskylduna, unga sem aldna.  

Aquapark Flamingo https://torrevieja.aquopolis.es/?lang=en
Vatnsleikjagarðurinn Aquapark Flamingo er mun minni en Aquopolis, en skemmtilegur fyrir rólegan dag með yngri krakkana.

Verslun
Í Torrevieja eru tvær stórar verlunarmiðstöðvar. 
Habaneras - yfir 60 verslanir, m.a. H&M, Bershka, Pull&Bear, Women'secret, Zara, C&A, Stradivarius, Kiko Milano.
La Zenina Boulevard - rétt fyrir utan Torrevieja, yfir 100 verslanir, m.a. Adidas, Desigual, H&M, Mango, Jack & Jones, Kiko Milano, Zara Home. 

Hippamarkaðurinn við höfnina
Markaðurinn er í miðbænum á Paseo de la Libertad. Skartgirpir, handunnar vörur, sólgleraugu, leuðurvörur, fatnaður o.fl. Opinn frá kl. 7 á kvöldin og til miðnættis. 

Föstudagsmarkaðurinn í Torrevieja
Mikið úrval af ýmsum vörum, handtöskur, skartgripir, töskur, skór, rúmföt, matvörur, ávextir og margt, margt fleira. Einn stærsti markaðurinn á Costa Blanca svæðinu, með um 700 sölubása. Föstudagsmarkaðurinn er við hliðina á Torrevieja Aquapark, á La Avenida de Delfina Viudes. 

Las Salinas de Torrevieja
Las Salinas í Torrevieja er rósabelikt vatn þar sem bleikir flamingo fuglar eru á vappi.