Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Torrevieja

Sumarið 2020 bæta Heimsferðir Torrevieja á kortið í beinu flugi til Alicante. 

Torrevieja er íslendingum góðkunnug. Borgin liggur í um 50 km fjarlægð suður af Alicante og búa um 80.000 manns á svæðinu. Torrevieja hefur verið vinsælt meðal Íslendinga í mörg ár, en margir Íslendingar eiga sumarhús á svæðinu. Svæðið liggur á milli tveggja stórra saltvatna og eru margir á þeirri skoðun að loftslagið sé því mun betra á svæðinu en annars staðar. 

Í Torrevieja er fjöldi frábærra veitingastaða og verslana, verslunarmiðstöðvarnar eru tvær og eru með fjöldan allan af þekktum verslunum. Strandlífið er yndislegt og eru strendurnar á svæðinu þó nokkrar, vatnsrennibrautagarðarnir eru frábærir og einnig er hér að finna lítinn dýralífsgarð. 

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 8
  • 10

Afþreying

Aquopolis https://torrevieja.aquopolis.es/?lang=en
Vatnsleikjagarðurinn Aquapolis er opinn frá byrjun júní til burjun september. Aquopolis er skemmtilegur garður sem býður upp á afþreyingu fyrir alla fjölskylduna, unga sem aldna.  

Aquapark Flamingo https://torrevieja.aquopolis.es/?lang=en
Vatnsleikjagarðurinn Aquapark Flamingo er mun minni en Aquopolis, en skemmtilegur fyrir rólegan dag með yngri krakkana.

Verslun
Í Torrevieja eru tvær stórar verlunarmiðstöðvar. 
Habaneras - yfir 60 verslanir, m.a. H&M, Bershka, Pull&Bear, Women'secret, Zara, C&A, Stradivarius, Kiko Milano.
La Zenina Boulevard - rétt fyrir utan Torrevieja, yfir 100 verslanir, m.a. Adidas, Desigual, H&M, Mango, Jack & Jones, Kiko Milano, Zara Home. 

Hippamarkaðurinn við höfnina
Markaðurinn er í miðbænum á Paseo de la Libertad. Skartgirpir, handunnar vörur, sólgleraugu, leuðurvörur, fatnaður o.fl. Opinn frá kl. 7 á kvöldin og til miðnættis. 

Föstudagsmarkaðurinn í Torrevieja
Mikið úrval af ýmsum vörum, handtöskur, skartgripir, töskur, skór, rúmföt, matvörur, ávextir og margt, margt fleira. Einn stærsti markaðurinn á Costa Blanca svæðinu, með um 700 sölubása. Föstudagsmarkaðurinn er við hliðina á Torrevieja Aquapark, á La Avenida de Delfina Viudes. 

Las Salinas de Torrevieja
Las Salinas í Torrevieja er rósabelikt vatn þar sem bleikir flamingo fuglar eru á vappi.