Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Tolo

Heimsferðir bjóða nú í fyrsta sinn sólarferðir til strandbæjarins Tolo á meginlandi Grikklands. Tolo er fallegur strandbær á Pelópsskaganum, suður af Nafplio, en eitt af einkennum Grikklands er nálægð við sjóinn og lætur fegurðin þar engan ósnortinn. Hér er að finna ekta gríska stemmningu en strendurnar í Grikklandi eru alveg einstaklega fallegar og góðar.

Tolo er nú vinsæll sumarleyfisdvalarstaður en bærinn var á árum áður fiskimannabær og ber þess enn merki. Þessi fallegi strandbær hefur í gegnum árin haldið sínum einstaka gríska sjarma en Tolo kúrir við einstaklega fallega strandlengjuna annars vegar en umlukið fjöllum hins vegar. Í bænum búa um 3.000 manns en íbúafjöldinn margfaldast þegar ferðamenn flykkjast að til að verja fríinu í sólinni. Heimamenn eru vinalegir og muna gjarnan eftir þeim sem koma aftur til bæjarins en Tolo hefur sérstakt aðdráttarafl sem dregur fólk til sín ár eftir ár.

Hér eru sand- og steinvölustrendur en strendurnar og blár sjórinn skapa andstæður við landslagið en það hefur ávallt heillað sólþyrstan ferðalanginn. Loftslagið er einstaklega milt en hér skín sól flesta daga ársins en léttur andvarinn gerir loftslagið bærilegt þótt oft geti orðið nokkuð heitt yfir sumartímann. Afþreying er af ýmsum toga en við strendurnar er frábær aðstaða til vatnaíþrótta en þar er hægt að synda í ylvolgum sjónum, kafa, fara á sjóskíði eða hjólabát og margt fleira. Hér getur þú notið lífsins í suðrænni sól, í rólegu og friðsælu umhverfi – fullkomið fyrir afslappandi frí!

Fyrir þá sem vilja njóta góðrar máltíðar þá eru hér fjölmargir veitingastaðir sem bjóða upp á grískan mat en Tolo er þekkt fyrir bragðgóða sjávarétti og fiskisúpur. Grikkir eru þekktir fyrir að töfra fram það besta úr hráefni sínu og sameina þeir grískan og Miðjarðarhafsmatarmenningu af sinni alkunnu snilld. Grikkir leggja mikið upp úr að hafa allt gert frá grunni og oftar en ekki  eru mömmurnar eða ömmurnar að hjálpa til við eldamennskuna á veitingastöðum, þar sem veitingastaðirnir eru yfirleitt fjölskyldufyrirtæki. Þar af leiðandi verður maturinn alveg einstakur.  Einnig eiga eigendur veitingastaðanna oft lönd og rækta eins mikið sjálfir og þeir geta. Þannig að oft er grænmetið, kryddið, olían og vínin komið frá þeirra eigin jörð en það eiga nánast allir ólífutré, til að sjá sér og sínum fyrir olíu allt árið. 

Hér er verðlagið nokkuð hagstætt og hægt er að gera vel við sig í mat og drykk en ferskmeti, kjöt, fiskur og grænmeti bragðast einstaklega vel með góðu víni.

Við hafnarbakkann í Tolo vagga bátar sem sigla ferðamönnum út í nærliggjandi eyjar en gaman er að skoða eyjarnar Hydra, Spetses og Poros. Við bakkann er mikið líf en þar má sjá fiskveiðibáta sem fara frá höfninni á morgnana til að veiða fisk dagsins.

Hér eru mikil saga og menning en víðsvegar má finna sögulega staði. Hér er að finna frægu fornminjarnar Olympíu, Spörtu, Mystras og Epidaurus. Í Epidaurus eru enn haldnir tónleikar á sumrin í forna leikhúsinu, sem er eitt af því glæsilegasta sem var byggt í fornöld. Þá er hér að finna fornar borgir eins og Corinth, Mycenae, Delphi og Aþenu. Skammt frá Tolo er fallegi bærinn Nafplio, sem var fyrsta höfuðborg Grikklands, en í bænum gnæfa varnarveggir frá tímum Tyrkja. Hægt er að ferðast á milli staða með rútu, bíl, leigubíl og vespu.

Tolo hefur eitthvað fyrir alla, hvort sem um einstaklinga er að ræða eða fjölskyldur en bærinn lætur engann ósnortinn með fegurð sinni, menningu og yndislegum heimamönnum.

Kort

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 7