- Loftkæling
- Miðsvæðis
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Wi-Fi
Gott hótel sem býður mjög góða þjónustu á Amerísku ströndinni, stutt frá ströndinni en hér hefur farþegum okkar líkað dvölin vel.
Vulcano Spring hótelið er staðsett á Amerísku ströndinni í einungis um 300 metra fjarlægð frá baðströndinni sjálfri.
Hótelið þykir veita viðskiptavinum sínum góða og hlýlega þjónustu og umhverfið allt er gróið og fallegt.
Hér eru 371 herbergi, öll rúmgóð og búin sjónvarpi, loftkælingu, mini-bar, svölum eða verönd og öryggishólfi. Á baðherbergi má finna hárþurrku.
Á hótelinu er veitingastaður og tveir barir en einnig er skemmtidagskrá á kvöldin með lifandi tónlist. Hér er góður garður með sundlaug og barnalaug. Hér er lítill mini golfvöllur, hægt að spila borðtennis og billiard og taka þátt í afþreyingu á vegum hótelsins.
Á flestum gististöðum er hægt að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum gegn gjaldi. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Um gistinguna
Aðstaða fyrir fatlaða | Já |
Bar | Já |
Barnalaug | Já |
Borðtennis | Já |
Byggingarár | 1986 |
Endurnýjað | 2016-17 |
Fjarlægð frá miðbæ | 50 m |
Fjarlægð frá strönd | 300 m |
Fjöldi herbergja/íbúða | 371 |
Fjöldi hæða | 8 |
Garður | Já |
Handklæðaskipti, oft í viku | 7 |
Hárblásari/Hárþurrka | Já |
Herbergisþjónusta | Já |
Loftkæling | Já |
Lyfta | Já |
Minibar | Já, gegn gjaldi |
Minigolf | Já |
Móttaka | Já, allan sólarhringinn |
Sími | Já |
Sjónvarp í herb/íbúð | Já |
Skemmtidagskrá | Já |
Skipt á rúmum, oft í viku | 1 |
Snarlbar | Já |
Strandhandklæði | Já, gegn gjaldi |
Strætóstoppistöð | 50 m |
Sundlaug | Já |
Sundlaugarbar | Já |
Upphituð sundlaug | Á veturna |
Veitingastaður | Já |
WiFi | Frítt |
Þrif, oft í viku | 7 |
Öryggishólf | Já, gegn gjaldi |
Opinber stjörnugjöf
4 stjörnur