- Hjólastólavænt
- Loftkæling
- Miðsvæðis
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Vellíðan
- Wi-Fi
Iberostar Heritage Grand Mencey er eitt af glæsilegustu fimm stjörnu lúxushótelum á Tenerife staðsett í höfuðborg eyjunnar Santa Cruz de Tenerife. Hér er svo sannarlega hægt að njóta alls þess besta sem bestu hótel bjóða upp á og hvílast í fallegum herbergjum með frábærum rúmum og aðstöðu sem allir ættu að njóta.
Hótelið er vel staðsett í miðbæ Santa Cruz við fallegan skrúðgarð og er í göngufæri við helstu kennileiti bæjarins og veitingastaði, bari og verslanir.
Gestamóttaka hótelsins er glæsileg og öll almenn rými ótrúlega fallega hönnuð ásamt fallegum hótelgarði sem gefur frá sér frið og ró. Góð sólbaðsaðstaða og sundlaug er í fallegum garðinum.
Hér eru 261 herbergi talsins, fallega og snyrtilega innréttuð í ljósum litum. Öll herbergi eru búin sjónvarpi, síma, öryggishólfi, loftkælingu og mini-bar. Á baðherbergi má finna góða sturtu, snyrtivörur og hárþurrku.
Á hótelinu eru fjórir góðir veitingastaðir og tveir barir. Glæsileg heilsulind er á hótelinu og snyrtistofa sem bjóða upp á allskonar meðferðir gegn gjaldi til þess að láta þér líða sem best í fríinu. Líkamsræktaraðstaðan á hótelinu er til fyrirmyndar en þar má finna vel útbúin tæki og afþreyingu eins og pilates, jóga og styrktartíma.
Höfuðborgin Santa Cruz de Tenerife iðar af mannlífi alla daga og bíður upp á allt það besta sem stórborgir hafa að bera. Borgin er vinaleg með frábærum veitingastöðum, verslunum og fallegum byggingum. Í um 5 mínútna aksturfjarlægð er svo að finna eina fallegustu strönd Tenerife, Playa de Las Teresitas.
Á flestum gististöðum er hægt að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum gegn gjaldi. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Glæsilegur valkostur fyrir þá sem vilja næra líkama og sál!
Um gistinguna
Aðstaða fyrir fatlaða | Já |
Bar | Já |
Barnaklúbbur | Já |
Barnaleiksvæði | Já |
Bílastæði | Já, gegn gjaldi |
Byggingarár | 1950 |
Endurnýjað | 2011 |
Fjarlægð frá flugvelli | 75 km |
Fjarlægð frá næsta miðbæjarkjarna | 150 m |
Fjarlægð frá strönd | 8,5 km |
Fjöldi herbergja/íbúða | 261 |
Garður | Já |
Golfvöllur | Já |
Hárblásari/Hárþurrka | Já |
Heilsulind/Spa | Já |
Herbergisþjónusta | Já |
Hjól | Til leigu |
Innisundlaug | Já |
Internetaðstaða | Já |
Ipod-hleðsluvagga | Já |
Jóga | Já |
Leikjaherbergi | Já |
Líkamsræktaraðstaða | Já |
Loftkæling | Já |
Lyfta | Já |
Minibar | Já, gegn gjaldi |
Nudd | Já, gegn gjaldi |
Nuddpottur | Já |
Næsta metróstöð | 1 km |
Næsti hraðbanki | 200 m |
Næsti súpermarkaður | 150 m |
Padel tennis | Já |
Ráðstefnusalir | Já |
Sauna | Já |
Sími | Já |
Sjónvarp í herb/íbúð | Já |
Snyrtistofa | Já, gegn gjaldi |
Strandhandklæði | Já |
Strætóstoppistöð | 50-100 m |
Sundlaug | Já |
Svalir/Verönd | Já |
Tennisvöllur | Já |
Upphituð sundlaug | Já |
Veitingastaður | Nokkrir |
WiFi | Já |
Öryggishólf | Já |
Opinber stjörnugjöf
5 stjörnur
Vefsíða
https://www.iberostar.com/en/hotels/tenerife/iberostar-grand-mencey