- Loftkæling
- Allt innifalið fæst
- Strönd
- Barnalaug
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Vellíðan
- Wi-Fi
Iberostar Selection Anthelia er fimm stjörnu, glæsilegt hótel staðsett við ströndina á Costa Adeje á Tenerife. Í göngufæri við hótelið má finna The Del Duque verslunarmiðstöðina og Siam Park er í aðeins 4 km fjarlægð. Þetta hótel, sem er í Iberostar keðjunni hefur notið mikilla vinsælda á Tenerife undanfarin ár.
Hér má finna glæsilegan hótelgarð, með þremur sundlaugum, einni saltvatnslaug, einni ferskvatnslaug sem er upphituð á veturna og sundlaugar fyrir börnin með rennibrautum og leiktækjum. Í hótelgarðinum eru einnig bar og sólbekkir. Hér má einnig finna veitingastað, líkamsræktarstöð og heilsulind. Í heilsulindinni er hægt að njóta finnska gufubaðsins og 23 mismunandi tegundir af meðferðum fyrir líkama og sál.
Á hótelinu eru alls 365 herbergi, öll nýlega uppgerð, nútímaleg, rúmgóð og hlý. Öll herbergin eru búin sjónvarpi, mini-bar, loftkælingu, öryggishólfi, síma og internet tengingu (WI-FI) gjaldfrjálst.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Glæsilegt hótel með öllum þeim þægindum sem þarf til að njóta frísins!
Um gistinguna
Bar | Já |
Barnaklúbbur | Já |
Barnalaug | Já |
Barnaleiksvæði | Já |
Billiardborð | Já |
Bílastæði | Já |
Borðtennis | Já |
Byggingarár | 1999 |
Endurnýjað | 2007/2016 |
Fjarlægð frá flugvelli | 20 km |
Fjarlægð frá miðbæ | 3 km, Los Christianos |
Fjarlægð frá strönd | 20 m |
Fjöldi herbergja/íbúða | 365 |
Hárblásari/Hárþurrka | Já |
Heilsulind/Spa | Já |
Herbergisþjónusta | Já |
Internetaðstaða | Já |
Ketill fyrir te/kaffi | Já |
Leikjaherbergi | Já |
Líkamsræktaraðstaða | Já |
Loftkæling | Já |
Minibar | Já, gegn gjaldi |
Móttaka | Já |
Nudd | Já, gegn gjaldi |
Nuddpottur | Í heilsulind |
Næsti hraðbanki | 500 m |
Padel tennis | Já |
Petanque | Já |
Sauna | Í heilsulind |
Sjónvarp í herb/íbúð | Já, sjónvarp |
Skemmtidagskrá | Já |
Snyrtistofa | Já, gegn gjaldi |
Strandhandklæði | Já, gegn tryggingu |
Sundlaug | Já |
Sundlaugarbar | Já |
Svalir/Verönd | Já |
Tennisvöllur | Já |
Upphituð sundlaug | Já |
Veitingastaður | Nokkrir |
WiFi | Frítt |
Opinber stjörnugjöf
5 stjörnur
Vefsíða
https://www.iberostar.com/en/hotels/tenerife/iberostar-anthelia