- Allt innifalið fæst
- Hálft fæði innifalið
- Loftkæling
- Miðsvæðis
- Strönd
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Wi-Fi
Glæsilegt hótel á góðum stað á Amerísku ströndinni sem óhætt er að mæla með.
Hótelið er í H10-hótelkeðjunni sem svo margir Íslendingar þekkja. Það er staðsett alveg við ströndina og því stutt að ganga niður á strönd.
Hér er innilaug og glæsileg heilsulind af bestu gerð, þar sem hægt er að panta nudd, handa- og/eða fótsnyrtingu, klippingu, hárgreiðslu til að nefna dæmi, allt eftir því hvað hugurinn girnist.
Herbergin eru notaleg, ekki mjög stór og öll með svölum eða verönd sem ýmist snúa út í líflegan garðinn eða að rólegu bílastæðinu. Herbergin eru mismunandi innréttuð og eru öll búin síma, sjónvarpi, öryggishólfi og á baðherbergi má finna hárþurrku. Athugið að hámark í standard herbergi eru þrír aðilar. Ekki er hægt að vera 2 fullorðnir + 2 börn/1 barn & 1 ungabarn.
Garðurinn er ævintýri út af fyrir sig og í miðri lauginni er sundlaugarbarinn þar sem gott er að sitja og virða fyrir sér mannlífið. Á hótelinu eru nokkrir barir og bæði hlaðborðsveitingasalur sem og grillstaður í garðinum.
Á flestum gististöðum er hægt að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum gegn gjaldi. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Góð þjónusta og ljúft starfsfólk er aðalsmerki þessa hótels.
Um gistinguna
A la carte veitingastaður | Já |
Aðstaða fyrir fatlaða | Já |
Bar | Já |
Barnaklúbbur | Já |
Barnalaug | Já |
Barnaleiksvæði | Já |
Barnarúm | Já |
Billiardborð | Já, gegn gjaldi |
Bílastæði | Já |
Borðtennis | Já, gegn gjaldi |
Byggingarár | 1984 |
Endurnýjað | 2011 |
Fjarlægð frá flugvelli | 15 km |
Fjarlægð frá miðbæ | 50 m |
Fjarlægð frá strönd | 700 m |
Fjöldi herbergja/íbúða | 485 |
Fjöldi hæða | 8 |
Garður | Já |
Handklæðaskipti, oft í viku | 7 |
Hárblásari/Hárþurrka | Já |
Heilsulind/Spa | Já, gegn gjaldi |
Herbergisþjónusta | Já |
Innisundlaug | Já, gegn gjaldi |
Internetaðstaða | Já |
Líkamsræktaraðstaða | Já |
Loftkæling | Já |
Lyfta | Já |
Minibar | Já, gegn gjaldi |
Móttaka | Já, allan sólarhringinn |
Nudd | Já, gegn gjaldi |
Nuddpottur | Já, gegn gjaldi |
Næsti hraðbanki | 50 m |
Næsti súpermarkaður | 0 m |
Sauna | Já, gegn gjaldi |
Sjónvarp í herb/íbúð | Já |
Skemmtidagskrá | Já |
Skipt á rúmum, oft í viku | 1 |
Snarlbar | Já |
Snyrtistofa | Já, gegn gjaldi |
Strandhandklæði | Já, gegn tryggingu |
Strætóstoppistöð | 200 m |
Sundlaug | Já |
Sundlaugarbar | Já |
Tennisvöllur | Já, gegn gjaldi |
Veitingastaður | Já |
WiFi | Frítt |
Þrif, oft í viku | 7 |
Þvottaaðstaða | Já, gegn gjaldi |
Öryggishólf | Já, gegn gjaldi |
Opinber stjörnugjöf
4 stjörnur
Vefsíða
https://www.h10hotels.com/