- Allt innifalið fæst
- Barnalaug
- Fjölskylduvænt
- Hjólastólavænt
- Loftkæling
- Miðsvæðis
- Sundlaug
- Vatnsrennibraut
- Veitingastaður
- Wi-Fi
Mjög gott 4* hótel sem býður fjölbreytta þjónustu og fallegan garð, staðsett í hjarta Amerísku strandarinnar.
Hér er um að ræða mjög gott hótel í hjarta Amerísku strandarinnar. Umhverfis hótelið er fallegur garður og einungis er um 1 km niður á ströndina.
Garðurinn er mjög fallegur og hér er sundlaug, sólbekkir og hægt er að fá handklæði án aukagjalds í garðinum. Hér er bar og veitingastaður, hægt að spila tennis, borðtennis og fara í mini golf. Þá geta farþegar hér nýtt sér þvottaþjónustu hótelsins gegn gjaldi.
Herbergin, sem voru öll endurinnréttuð árið 2014, eru öll rúmgóð og búin ýmsum þægindum eins og mini bar, loftkælingu, sjónvarpi og á baðherbergjum er hárþurrka. Þá eru öll herbergi með svölum eða verönd.
Ath. hótelið mun standa í endurbótum árið 2020 og mun því vera lokað frá 1. apríl 2020 til 31. júlí 2020.
Á flestum gististöðum er hægt að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum gegn gjaldi. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Gott hótel, vel staðsett sem óhætt er að mæla með.
Um gistinguna
Aðstaða fyrir fatlaða | Já |
Bar | Já |
Barnalaug | Já |
Barnaleiksvæði | Já |
Byggingarár | 1985 |
Endurnýjað | 2016-17 |
Fjarlægð frá miðbæ | 50 m |
Fjarlægð frá strönd | 1 km |
Fjöldi herbergja/íbúða | 314 |
Garður | Já |
Handklæðaskipti, oft í viku | 7 |
Hárblásari/Hárþurrka | Já |
Herbergisþjónusta | Já |
Líkamsræktaraðstaða | Já |
Loftkæling | Já |
Lyfta | Já |
Minibar | Já, gegn gjaldi |
Móttaka | Já, allan sólarhringinn |
Sími | Já |
Sjónvarp í herb/íbúð | Já, sjónvarp |
Skemmtidagskrá | Já |
Skipt á rúmum, oft í viku | 2 |
Snarlbar | Já |
Strandhandklæði | Já, gegn gjaldi |
Strætóstoppistöð | 50 m |
Sundlaug | Já |
Sundlaugarbar | Já |
Svalir/Verönd | Já |
Tennisvöllur | Já |
Upphituð sundlaug | Á veturna |
Vatnsrennibraut | Já |
Veitingastaður | Já |
WiFi | Frítt |
Þrif, oft í viku | 7 |
Þvottaaðstaða | Já, gegn gjaldi |
Öryggishólf | Já, gegn gjaldi |
Opinber stjörnugjöf
4 stjörnur