Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Beverly Hills Heights

3
Tilbaka

GISTING & VERÐ

  • Farþegar
Hætta við Brottfararstaður
Frá
 
Veldu brottfarardagsetningu
Meðalverð á mánuði
Hætta við Lengd
Lengd
Hætta við Farþegar

Beverly Hills Heights

  • Loftkæling
  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Wi-Fi

Hér er um að ræða fallegan gistivalkost sem staðsetur er í hinum vinsæla strandbæ, Los Cristianos.

Móttakan er opin allan sólarhringinn er þar má nálgast ýmsa þjónustu. Beverly Hills Heights og Hollywood Mirage hótelin standa hlið við hlið og ná nánast alveg saman. Gestir geta notað þjónustu á báðum hótelum.

Hér er fallegur garður með sundlaug og sólarverönd með sólbekkjum og sólhlífum, einnig er hér sundlaugarbar þar sem hægt er að kaupa ís, léttar veitingar, kokteila og aðra drykki. Barinn er opinn milli klukkan 11:00 – 18:00.

Veitingastaðurinn Buffet La Piazza, sem er aðalveitingastaður hótelsins, býður upp á alþjóðlega rétti. Þá er hér snarlbar en það er hægt að kaupa ýmsa drykki og léttar veitingar en á barnum eru haldnar ýmsar skemmtanir á kvöldin fyrir fullorðna og börn. Barnadagskrá er hér fyrir börn á aldrinum 5-12 ára.

Hér eru íbúðir með 1-2 svefnherbergjum en þær eru staðsettar í nokkrum byggingum sem mynda hring í kringum sundlaugargarðinn. Allar eru þær með loftkælingu, eldunaraðstöðu, ísskáp, ofn, brauðrist, kaffivél, ketil og sjónvarpi. Á baðherberginu er baðkar með sturtu og hárþurrka. Allar íbúðirnar eru með svölum eða verönd.

Deluxe íbúðir með einu svefnherbergi eru stærri en hefðbundnar eins svefnherbergja íbúðir en í þeim eru tvö baðherbergi.

Íbúðir með tveimur svefnherbergjum eru rúmgóðar með tveimur baðherbergjum.

Duplex íbúðir með tveimur svefnherbergjum eru stórar og með tveimur baðherbergjum, sumar eru á tveimur hæðum.

Athugið að greiða þarf 5 evrur fyrir sundlaugarhandklæði og 0,5 evrur til að skipta út handklæðinu og fá hreint. 

Á hótelinu er hægt að stunda ýmsa afþreyingu og hér er meðal annars keilusalur og tennis- og skvassvöllur. Þá er hér líkamsræktaraðstaða, sauna og heitur pottur.  Það gengur strætó frá hótelinu til Los Cristianos og Playa de las Americas en þar má finna úrval veitingastaða, bara og verslana. Gestum stendur til boða að nota ókeypis strætisvagnaþjónustu frá hótelinu niður á ströndina í Los Cristianos og yfir á Playa de las Americas ströndina. Vagninn gengur á klukkutíma fresti milli kl. 10 til 13 og kl. 15 til 18. Miðbær Los Cristianos er aðeins í um 1 km fjarlægð frá hótelinu en þar má finna úrval veitingastaða, bara og verslana.

Á flestum gististöðum er hægt að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum gegn gjaldi. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.Um gistinguna
Bar
Eldhús
Eldhúsaðstaða
Fjarlægð frá höfn 1,7 km
Fjarlægð frá miðbæ 1,5 km
Fjarlægð frá strönd 1 km Playa de los Tarajales
Fjöldi herbergja/íbúða 113
Fjöldi hæða 3-4
Hárblásari/Hárþurrka
Ísskápur
Ketill fyrir te/kaffi
Líkamsræktaraðstaða
Loftkæling
Lyfta Nei
Móttaka Já, allan sólarhringinn
Næsti súpermarkaður 50 m
Næsti veitingastaður 100 m
Sjónvarp í herb/íbúð Já, sjónvarp
Skemmtidagskrá
Snarlbar
Strandhandklæði Já, gegn gjaldi
Sundlaug
Sundlaugarbar
Tennisvöllur Já, gegn gjaldi
Upphituð sundlaug Á veturna
Veitingastaður
WiFi Frítt
Öryggishólf Já, gegn gjaldi

Opinber stjörnugjöf
Ekki til staðar

Vefsíða
https://www.excelhotelsandresorts.es/en/the-suites-at-beverly-heights.html

Fæðisval

Hótel Heimsferða bjóða allt frá engu fæði upp í allt fæði innifalið.

Ekkert fæði - Þjónusta sem er merkt ekkert fæði er án alls fæðis og drykkja.

Morgunverður - Þjónusta sem er merkt morgunverður felur í sér morgunverð meðan á dvöl stendur, án drykkja.

Hálft fæði - Þjónusta sem er merkt hálft fæði felur í sér morgun- og kvöldverð meðan á dvöl stendur, án drykkja.

Fullt fæði - Þjónusta sem er merkt fullt fæði felur í sér morgun-, hádegis- og kvöldverð meðan á dvöl stendur, án drykkja.

Allt innifalið - Þjónusta þar sem er allt innifalið felur í sér að morgun-, hádegis- og kvöldverður er innifalinn í verði meðan á dvöl stendur og einnig drykkir, óáfengir og áfengir (innlendir). Ef hótelið er með a la carte veitingastað er misjafnt hve oft er í boði að fara meðan á dvöl stendur, þá er einnig misjafnt hvort kvöldverður þar sé gegn aukagjaldi eða ekki. Þjónusta þar sem allt er innifalið er ávallt með einhverjum takmörkunum, upplýsingar um það fást hjá ferðaráðgjöfum eða á hótelum við komu.

Vert er að taka fram að á hótelum sem bjóða þjónustu þar sem allt er innifalið er ekki sjálfgefið að bjóða megi gestum inn í garðinn eða á hótelið. Misjafnlega strangt er tekið á þessu á milli hótela en góð regla er að spyrjast fyrir í móttöku áður en von er á gestum sem dvelja á öðrum gististöðum.Kort

Click to view the location of the hotel

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti