Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Giardini Naxos á Sikiley

Heimsferðir bjóða beint leiguflug til Sikileyjar í byjun október á yndislegum tíma. Hitastigið er ennþá notalegt og hentar bæði til sólbaða og fyrir þá sem vilja verja tímanum til að skoða þessar stórbrotnu eyju. Sikiley kemur á óvart með áhugaverða blöndu af öllu því helst sem ferðamenn óska sér. Samfelld 2700 ára menningarsaga, einstök náttúrufegurð, ótrúlegar fornminjar, fallegar byggingar og söfn, ásamt áhugaverðri matarmenningu og blómlegu mannlífi – allt þetta og miklu meira finnur þú á Sikiley.

Í þessari ferð er flogið til Palermo og ekið til ferðmannastaðarins Giardini Naxos á austurströndinni og dvalið þar í 10 nætur. Frá Palermo flugvelli til Giardini Naxos ekur enskumælandi fararstjóri með farþegum. Dvalið er á Hotel Tysandros í 10 nætur með morgunverð innifalinn. Dagana 9.-14.október er ekki fararstjóri á vegum Heimsferða á staðnum en dagana 15.-19. október verða fararstjórar Heimsferða á staðnum en áhugaverðar kynnisferðir eru þá boði með íslenskum fararstjórunum. Þann 19. október er flogið til Íslands frá Catania flugvelli. 

Sikiley er stærsta og fjölmennasta eyja Miðjarðarhafsins en eyjan liggur á milli suður Ítalíu og norður Afríku. Aðalkennileiti Sikileyjar er eldfjallið Etna sem er á austurströnd eyjunnar. Saga og menning Sikileyjar er einstök og byggir á gömlum menningarlegum grunni og arfleið. Hún hefur að geyma menningarminjar frá Forn-grikkjum. Rómverjum, Býsanska ríkinu, Aröbum, Normönnum, Spánverjum og Frökkum, en allar þessar þjóðir hafa sett mark sitt á sögu eyjarinnar. Fornminjar eru víða og stórkostlegt er að skoða kirkjur og kastalar frá miðöldum, grísk hof og hringleikahús. Þá má sjá mikilfenglegar hallir og herragarða undir renaissance og barokk áhrifum sem voru svo einkennandi fyrir rómverska byggingarlist fyrr á tímum. Jarðvegurinn er frjósamur á Sikiley og sumrin sólrík og þurr. Mest er ræktað af hveiti, sítrusávöxtum, vínviði og möndlum.

Bestu baðstrendurnar á Sikiley eru á austurströndinni og þar er þjónusta við ferðamanninn eins og best verður á kosið. Skemmtilegir bæir og þorp með blöndu af fortíð og nútíð einstök upplifun. Matarmenning er mikil á Sikiley, áhugaverð blanda af ítölskum og arabískum áhrifum. Á Sikiley eru einnig framleidd afar góð vín, en þeirra kunnust eru rauðvínið Nero d´Avola og Marsala desertvín, sem er ein aðal útflutnings vara heimamanna.

Innifalið: Flug, skattar, 1 innrituð 23 kg taska á mann, gisting í 10 nætur á 3* hóteli með morgunverðarhlaðborði.
Akstur til og frá flugvöllum. Íslensk fararstjórn dagana 14.-19. október.

Ekki innifalið: Kynnisferðir, bátsferðir, aðgangseyrir að söfnum, og annað sem ekki er tilgeint í ferðalýsingu
Ferðamannaskattur á Ítalíu sem farþegar greiði beint á hótelin – ca: 2.- Eur á mann á nótt.

Ferðatilhögun & Kynnisferðir

Dagur 1 – Flogið til Sikileyjar

9. okt / mánudagur
Flug með Primera Air til Palermo. Flugtak frá Keflavík kl. 08:00 lending í Palermo kl 15:10. Ekið frá flugvelli til Giardini Naxos strandarinnar á austurströnd eyjunnar. Aksturinn frá Palermo flugvelli tekur um það bil 3,5 klst. Enskumælandi fararstjóri tekur á mót farþegum á flugvellinum og ekur með til hótels.

9.– 19. október
Dvalið á Hotel Tysandros 3* hóteli í bænum Giardini Naxos á austurströndinni. Morgunverður innifalinn í verði.

Dagur 2-6 – Dvalið í Giardini Naxos

9.-14. okt / þriðju-laugardagur
Dvalið er í bænum Giardini Naxos dagana 9.-14. október án fararstjórnar. Hér er dásamlegt að vera og unnt að finna eitthvað fyrir stafni fyrir alla, hvort sem það er að láta sólargeislana leika við sig eða skoða sig um á eyjunni.  

Dagur 7 – Etna & Taormina

15. okt / sunnudagur
Kynnisferð að stærsta og virkasta eldfjalli Evrópu, Etnu sem er 3323 metra hátt. Við ökum eins nálægt eldfjallinu og hægt er og njótum stórkostlegs útsýnis til allra átta. Þaðan er haldið til Taormina sem er skemmtilegur bær er stendur á 200 metra háu fjalli með einstöku útsýni yfir Ióníska hafið með Etnu í suðri og Messínu í norðri. Í bænum skoðum við grísk-rómverska leikhúsið og njótum óviðjafnanlega náttúrufegurðar staðarins.

Verð: 13.300.- á mann
Innifalið: Akstur, fararstjórn, hádegisverður í Taormina, aðgangseyrir í grísk-rómverska leikhúsið.

Dagur 8 – Frjáls dagur

16. okt / sunnudagur
Frjáls dagur í Giardini Naxos.

Dagur 9 – Sigling til Lipari & Vulcano

17. okt / mánudagur
Eyjurnar Lipari og Vulcano eru litlar náttúruperlur sem liggja rétt utan við norðurströnd Sikiley. Þetta eru eldfjallaeyjar með mikilli náttúrufegurð og skemmtilegu mannlífi. Árla morguns er ekið til til hafnarborgarinnar Milazzo á norðurströndinni þaðan er siglt til Lipari og síðan til Vulcano. Hádegisverður á Vulcano. Siglt til baka um eftirmiðdaginn.

Verð: 16.500.- á mann.
Innifalið: Akstur, fararstjórn bátsferðir og hádegisverður á Vulcano.

Dagur 10 – Borgin Syracuse

18. okt / þriðjudagur
Syracuse er á suðausturhluta eyjarinnar í um það bil 1,5 klst. akstri frá Giardini Naxos. Gamli bærinn í Syracuse er yndislegur og þar er að finna grískar rústir bókstaflega út um allt sem er helsta ástæða þess að bærinn er á heimsminjaskrá UNESCO. Í Syracuse sjáum við elstu og best varðveittu minjar forngrískrar menningar i álfunni, enda var borgin talin mikilvægast borg grikkja til forna.

Verð: 11.500.- á mann.
Innifalið: Akstur, fararstjórn og aðgangseyrir að dómkirkjunni í Syracuse .

Dagur 11 – Flogið til Íslands

19. okt / þriðjudagur
Flug með Primera Air frá Catania flugvelli. Flugtak frá Catania á austurstöndinn kl. 17:30. Lending í Keflavík kl. 20:55.

Kort

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti