Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Salou

Sólarperlan á Costa Dorada ströndinni en þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.  

Salou hefur notið mikilla vinsælda vegna fjölbreytileika bæjarins en þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Salou er fallegur strandbær í Suður-Katalóníu á Costa Dorada ströndinni, um 100 km sunnan Barcelona. Við Salou er Port Aventura, einn stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Þessi bær er frábær dvalarstaður fyrir fjölskyldur. Salou skartar fallegum ströndum, fjölbreyttri aðstöðu og veðurfar er einstakt. Menning, verslanir og litríkt næturlíf taka síðan við þegar sólböðum lýkur.

Veitingastaðir og skemmtun
Gott úrval veitingastaða er í Salou. Þar er að finna fjölbreytta matargerð Miðjarðarhafsins auk veitingastaða frá öllum heimshornum. Veitingastaðir Salou eru ekki síst frægir fyrir úrvalsfiskrétti sem enginn ætti að láta ógert að smakka. Hér er einnig að finna fjölda skyndibitastaða. Næturlífið er fjölbreytt og velja má um fjölda bara og diskóteka, þar sem fjörið stendur iðulega fram undir morgun.

Ströndin
Ströndin er breið og 1,2 km að lengd og einkennist af fínum gylltum sandi. Mjög aðgrunnt er við ströndina og er hún því tilvalin fyrir barnafjölskyldur. Fjölbreytt sjósport er í boði.

Verslanir
Í Salou er prýðilegt úrval af verslunum sem gaman er að skoða. Einnig er mjög gott að versla í Tarragona þar sem úrval er enn meira. Tarragona er í um 15 km fjarlægð frá Salou, en þar er verðlag mun hagstæðara en í Barcelona.

Flugtími til Barcelona: Um 4 klst.
Gjaldmiðill: Evra
Tímamismunur: +2 klst. á sumrin, +1klst á veturna
Akstursfjarlægð frá flugvelli: Um 60-75 mínútur.

Gisting

Kort

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 7