Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Grand Hotel Portoroz

4
Tilbaka

GISTING & VERÐ

  • Farþegar
Hætta við Brottfararstaður
Frá
 
Veldu brottfarardagsetningu
Meðalverð á mánuði
Hætta við Lengd
Lengd
Hætta við Farþegar

Grand Hotel Portoroz

  • Loftkæling
  • Miðsvæðis
  • Strönd
  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Wi-Fi

Grand Hotel Portoroz er glæsilegt hótel eins og mörg hótel sem standa við strandlengjuna, en ströndin er rétt hinu megin við götuna.

Eins og önnur hótel okkar í Portoroz er þetta hótel hluti af Life Class hótelkeðjunni sem leggur sérstaka áherslu á spa meðferðir í heilsulind sinni, Terme & Wellness – en þar eru innilaugar, pottar, gufuböð og hægt að fá alls konar nudd og snyrtimeðferðir. Þá er aðgangur að Riviera Casino innifalinn í verði, sem og aðgangur að líkamsræktaraðstöðunni fyrir hádegi.

Hér er lítill garður með sundlaug og sólbaðsaðstöðu, garðurinn opnar upp úr byrjun júní og er opinn eftir veðri til september. Þá geta gestir á þessu hóteli geta notað sundlaugar á Apollo og Riviera hótelunum. 

Hér er veitingastaður, bæði buffet og a la carte ásamt bar. Unnt er að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum.

Herbergin eru snyrtileg og vel búin öll með sjónvarpi, síma, svölum og á baðherbergi er hárþurrka.

Athugið! Heimsferðir eru ekki með starfandi fararstjóra í Portoroz, einungis í rútuferðinni til og frá flugvelli, því er fólk hér meira og minna á eigin vegum. 

Vert er að nefna að í Portoroz eru ekki sandstrendur, heldur hefur verið búin til aðstaða meðfram strandlengjunni sem er meira og minna steypt og oft á tíðum hafa verið byggðar fallegar verandir með sólbekkjum og sólhlífum sem tilheyra þá hinum ýmsu hótelum en gestir geta greitt fyrir aðstöðuna á þessum svæðum. Þá liggur falleg strandgata með búðum, kaffihúsum, börum og veitingastöðum meðfram sjónum, þar sem gaman er að eyða tímanum. Hér er líka upplagt að leigja sér hjól og hjóla að snekkjubátahöfninni eða hinum sögufræga Piran-bæjar. 

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.

Á gististöðum hér þarf að greiða ferðamannaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Um gistinguna
A la carte veitingastaður
Bar
Fjarlægð frá næsta miðbæjarkjarna 0 m
Fjarlægð frá strönd 0 m
Fjöldi hæða 7
Hárblásari/Hárþurrka
Heilsulind/Spa
Herbergisþjónusta
Hótelskutla
Innisundlaug
Internetaðstaða
Líkamsræktaraðstaða
Loftkæling
Lyfta
Móttaka
Nuddpottur
Sauna
Sími
Sjónvarp í herb/íbúð
Skemmtidagskrá
Strætóstoppistöð 50 m
Sundlaug
Veitingastaður
WiFi

Opinber stjörnugjöf
4+ stjörnur

Vefsíða
www.lifeclass.net/grand-hotel-portoroz

Fæðisval

Hótel Heimsferða bjóða allt frá engu fæði upp í allt fæði innifalið.

Ekkert fæði - Þjónusta sem er merkt ekkert fæði er án alls fæðis og drykkja.

Morgunverður - Þjónusta sem er merkt morgunverður felur í sér morgunverð meðan á dvöl stendur, án drykkja.

Hálft fæði - Þjónusta sem er merkt hálft fæði felur í sér morgun- og kvöldverð meðan á dvöl stendur, án drykkja.

Fullt fæði - Þjónusta sem er merkt fullt fæði felur í sér morgun-, hádegis- og kvöldverð meðan á dvöl stendur, án drykkja.

Allt innifalið - Þjónusta þar sem er allt innifalið felur í sér að morgun-, hádegis- og kvöldverður er innifalinn í verði meðan á dvöl stendur og einnig drykkir, óáfengir og áfengir (innlendir). Ef hótelið er með a la carte veitingastað er misjafnt hve oft er í boði að fara meðan á dvöl stendur, þá er einnig misjafnt hvort kvöldverður þar sé gegn aukagjaldi eða ekki. Þjónusta þar sem allt er innifalið er ávallt með einhverjum takmörkunum, upplýsingar um það fást hjá ferðaráðgjöfum eða á hótelum við komu.

Vert er að taka fram að á hótelum sem bjóða þjónustu þar sem allt er innifalið er ekki sjálfgefið að bjóða megi gestum inn í garðinn eða á hótelið. Misjafnlega strangt er tekið á þessu á milli hótela en góð regla er að spyrjast fyrir í móttöku áður en von er á gestum sem dvelja á öðrum gististöðum.Kort

Click to view the location of the hotel

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti