Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Portoroz

Baðstrandarbærinn Portoroz aftur kominn á kortið!

Heimsferðir bjóða uppá sólarferðir til baðstrandarbæjarins Portoroz í Slóveníu en Portoroz er meðal nýustu áfangastaðanna hjá okkur. Þetta var einn þekktasti baðstrandarbærinn við norðanvert Adríahaf en þarna er fjöldi veitingastaða, smáverslana og skemmtistaða og ströndin er mjög falleg, vogskorin og klettótt, sambland af steinvölu- og sandströnd.

Slóvenía heillar alla sem þangað koma en landið hefur uppá mikið að bjóða, fallega smábæi, hina heimsfrægu Postojna hella, höfuðborgina Ljubljana og margt fleira. Slóvenía er einstaklega fallegt land og hefur allt; fjöll, skóga, græn engi, stöðuvötn, sjó, strendur, heilsulindir, einstök náttúrufyrirbæri og margt fleira.

Portoroz er þekkasti og vinsælasti baðstrandarbær Slóveníu en strandbærinn liggur í skjóli skógivaxinna hlíða við blátt Adríahafið og þar snýst flest um ferðaþjónustu og heilsurækt og öll aðstaða er til fyrirmyndar. Ströndin er blanda af steinvölu-, sand- og tilbúinni strönd og á strandgötunni er fjöldi veitingastaða og bara þar sem ljúf danstónlist hljómar víða fram eftir kvöldi. Portoroz í Slóveníu er mörgum Íslendingum kunn, enda um einn þekktasta baðstrandabæinn við norðanvert Adríahafið að ræða.

Í þessum litla fallega strandbæ er fjöldi hótela, veitingastaða, smáverslana og skemmtistaða og góð aðstaða til heilsuræktar og vatna- og strandíþrótta. Ströndin er sambland af steinvölu- og sandströnd og sums staðar eru grasflatir eða steyptar stéttir þar sem sóldýrkendur láta fara vel um sig. Skammt frá bænum er hinn einstaklega fallegi hafnarbær Piran og er skemmtileg gönguleið þangað. Stutt er að fara til margra merkra staða. Gaman er að sigla meðfram ströndinni, t.d. til hins einstaklega fallega smábæjar Izola eða til Koper, einnig til Króatíu eða Feneyja. Borgin Trieste á Ítalíu er ekki langt undan, ekki heldur hin fallega höfuðborg Slóveníu, Ljubljana og enginn má missa af því að skoða hina heimsfrægu Postojna hella. Fjallaparadísin Bled eða hinir heimsfrægu hvítu hestar í Lipica eru einnig heimsóknarinnar virði og svona mætti lengi telja.

Flugt: Um 4 klst. 40 mín.
Gjaldmiðill: Evra
Tungumál: Slóvenska
Tímamismunur: +2 klst. á sumrin, +1klst á veturna
Akstursfjarlægð frá flugvelli: Um 60 mín.

Allir heillast af litla, fallega landinu Slóveníu og strandbænum Portoroz.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 7

Kort

Click to view the location of the hotel