Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Marmaris

Marmaris er náttúruperla Tyrklands, enda ótrúlega fögur staðsetning á bænum við sjávarsíðuna þar sem eyjar og tindar rísa upp úr hafinu í ævintýralegri fegurð. Í Marmaris eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér er einstakur menningararfur, stórbrotin náttúrufegurð, töfrar Miðjarðarhafsins, stórkostlegur matur og hagstætt verðlag!

Heimsferðir bjóða Íslendingum til Marmaris í Tyrklandi í sumarið 2019. Marmaris er Íslendingum að góðu kunnur enda einn eftirsóttasti áfangastaður Tyrklands. Í boði er frábært úrval gististaða sem og glæsileg hótel, þar sem yfirleitt fylgir með allt innifalið.

Tyrkland er stórbrotið land þar sem austrið mætir vestrinu og heimsálfurnar Evrópa og Asía mætast, enda er hjartsláttur austursins alltaf nálægur. Hér var áður vagga stórvelda og sagan drýpur af hverju strái. Hér er verðlag hagstætt, falleg smábátahöfn með iðandi mannlífi, brosandi fólk, fjörugt næturlíf og heillandi markaðir. Í Marmaris kynnist þú Tyrklandi eins og það gerist best.  

Marmaris
Marmaris er fallegur bær sem hefur evrópskt yfirbragð. Hér er falleg smábátahöfn sem er ein sú stærsta í landinu. Bærinn Marmaris kúrir í vík, umkringdur fjöllum og þykir hann með fallegri bæjum landsins. Hér eru frábærir veitingastaðir um allan bæinn, við ströndina og höfnina. Þá er hér ekta „bar-street“, sem er þröngt stræti í gamla bænum, sem og fjöldinn allur af næturklúbbum og börum sem gerir bæinn mjög líflegan.

Svæðið er upplagt til gönguferða, með fram ströndinni, að útimörkuðum eða um göngugöturnar þar sem tilvalið er að prútta verði eitthvað fallegt á vegi manns í einni af fjölmörgu verslunum sem þar eru. Tyrkir taka vel á móti öllum ferðamönnum með hinni einstöku gestrisni sem þeir eru þekktir fyrir. Í Marmaris eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið sumarleyfisins til hins ýtrasta. Marmaris er svona ekta Íslendingastaður ef svo má að orði komast, auðvelt að rata um, falleg og löng strandgata, ekki brekkur í bænum sjálfum, iðandi „barstræti“ og skemmtilegar verslanir!

Gjaldmiðill: Tyrknesk líra og Evra
Tungumál: Tyrkneska
Tímamismunur: +3 klst. á sumrin, +2 klst. á veturna
Flugtími: 6 klst.
Akstur frá flugvelli tekur um 2 og 1/2 klukkustund

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 7

Kort

Click to view the location of the hotel