Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Malta

Skemmtileg 6 daga páskaferð í beinu leiguflugi til eyjunnar Möltu, og dvalið þar í 5 nætur, í höfuðborginni Valetta eða borginni Sliema sem er aðeins um 6 km fyrir norðan Valetta. Á meðan á dvöl stendur er boðið upp á spennandi kynnisferðir, og þar sem flestir eyjaskeggjar eru kaþólskir er mikið um dýrðir hjá þeim um páskana og um að gera að taka þátt í þeirri gleði.

Malta er lítil eyja syðst í Miðjarðarhafinu, skammt austan við strendur Afríku, um það bil 80 km suður af  Sikiley. Flatarmál eyjunnar er um 316 ferkílómetrar, og þar af leiðandi er eyjan eitt af minnstu löndum heims.  Malta er lýðveldi og samanstendur af þremur eyjum, Möltu, sem er þeirra stærst, Gozo og Comino. Rúmlega 400.000 íbúar byggja eyjarnar og byggja þeir afkomu sína að miklu leyti á ferðaþjónustu og störfum sem tengjast ferðamanninum. Malta á sér ríka sögu enda staðsetning landsins með þeim hætti að það hefur ærið oft verið bitbein hinna stóru í gegnum aldirnar. Malta varð sjálfstæð og laus undan Bretum 1964 og formlega stofnað sem lýðveldi 1974. Höfuðborg Möltu er Valetta og opinbert tungumál landsins er bæði Enska og Maltneska. Á Möltu er vinstri handar umferð !

Á Möltu er fjöldinn allur af sögulegum menjum og minnismerkjum. Æva forn hof og minjar m.a. eina af elstu minjum Möltu, Hypogeum hof á 3 hæðum neðanjarðar og er  meira en 5000 ára gamalt. Hofið er á heimsminjaskrá UNESCO. Á Möltu er mikið af kirkjum og kapellum  - um það bil 350, þar á meðal er kraftaverka kirkjan í Mosta sem er 3ja stærsta kirkja í Evrópu sem er með hvolfþaki og hefur að geyma sérstaka sögu frá seinni heimsstyrjöld.

Valletta, höfuðborg Möltu er minnsta  höfuðborg innan Evrópu, umkringd virkisveggjum, til að verjast ásókn sjóræningja og annarra misgóða gesta á öldum áður. Borgin var stofnuð 1566 af riddurum Jóhannesar-reglunnar. Borgin er nefnd eftir stórmeistara St. John´s  reglunnar, Jean Parisot de la Valette. Borgin státar af óviðjafnanlegu úrvali arkitektar barrokk tímans, rammgerðum virkisveggjum með ótrúlegu útsýni yfir Miðjarðarhafið. Þar er stjórnsýsla landsins og  líflegur miðbær með flesta allt það sem ferðamaðurinn óskar sér.  Valetta er ein af Menningarborgum Evrópu 2018, og er borgin sjálf á heimsminjaskrá UNESCO. Íbúa fjöldi borgarinnar er um 6.000

Borgin Sliema er vinsæll strandbær sem liggur á milli Valletta og St Julians Bay, sem er afar líflegur baðstrandarbær á norðausturströnd Möltu. Sliema er nútímalega borg og  afar vinsæll ferðamannabær með, úrvali verslana  veitingastaða og skemmtilegra kaffihúsa. Við sjávarsíðuna er göngustígur  sem bíður upp á notalegan göngutúr til suðurs eða norðurs. Íbúafjöldi Sliema er um 17.000.

Kort

Kynnisferðir

Dagsferð til GOZO 11.700 kr. /mann

18. apríl - Skírdagur

Skemmtilega dagsferð til nágranna eyjunnar GOZO.

Ekið til hafnarinnar í Marfa á norðurströnd Möltu, þaðan er siglt til Gozo. Það tekur um það bil 40 mínútur að aka til Marfa og 20 mínútur að sigla yfir til Gozo. Íbúar eyjunnar eru um 38000  og er saga hennar afar nátengd sögu Möltu. Stærsti bærinn á Gozo er Victoria með 7000 íbúa. Bærinn fékk nafn sitt 1887 til heiðurs Victoriu Breta drottningu.

Ekið er um Gozo og meðal annars ekið til Xaghra, en þar eru merkilegar hofrústir frá 3600 f.Kr.  og nefnast Ggantija sökum stærðar steinblokkanna sem notaðir voru við byggingu hofsins. Þessi staður er nú á heimsminjaskrá UNESCO. Þá er haldið til Ta´Mena búgarðsins skammt frá Xaghra. Þar er mikil vín- og olíurækt. Léttur hádegisverður bíður hópsins ásamt drykk.

Við höldum áfram að skoða okkur um á Gozo. Stoppum um stund við Fontana Cottage þar sem sjá má fallegt handverk heimamanna.

Í lok ferðar er frjáls tími í borginni og farþegum gefst tækifæri á að skoða sig um á eigin vegum áður en siglt er til Möltu á ný.

Innifalið:  akstur, sigling, kynnisferð á Gozo, léttur hádegisverður, íslenskur fararstjóri ásamt staðarleiðsögumanni

Kvöldferð til Oormi 10.500 kr. /mann

21. apríl - Páskadagur

Skemmtileg kvöldstund á veitingastaðnum Razzett L´Antik í miðaldarbænum Oormi. Aðalbyggingin var eitt sinn kornverksmiðja og er yfir 400 ára gömul.  Nú er þar veitingastaður sem býður upp á sæti fyrir 200 manns.

Það er um 15 mínútna akstur frá Valletta til veitingastaðarins.

Innifalið: Akstur, kvöldverðarhlaðborð ásamt drykkjum og kaffi á eftir. Íslenskur fararstjóri ásamt staðarleiðsögumanni.    ***    Lágmarksþátttaka í þessari ferð eru 50 manns.

Valletta (f. þá sem gista í Valletta) 5.200 kr. /mann

20. apríl - Laugardagur

Valletta höfuðborg Möltu er minnsta höfuðborg Evrópu með um 7.000 íbúa. Borgin hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO síðan 1980. Borgin var stofnuð 1565 af riddurum Jóhannesar-reglunnar sem komu til eyjunnar er þeir yfirgáfu landið helga eftir ósigur gegn múslimum. 

Í upphafi ferðar er ekið í rútu, og meðal annars farið að hinum undurfögru görðum Upper Barracca Gardens þaðan sem útsýnið yfir borgina og hafið í kring er ótrúlega fallegt. Afar gróðursæll og fallegur garður með hofum og fögrum byggingum í barrok stíl.

Þá er göngutúr um borgina þar sem á vegi okkar verða áhugaverðar kalksteinsbyggingar og virkisveggir sem  hafa varðveist einstaklega vel og gera borgina einstaklega áhugaverða.

Meðal þess sem við skoðum í þessari ferð er Grand Master Palace – höll sem staðsett er í miðborginni og var byggð var á 17. öld. Í dag er þar meðal annars skrifstofa forseta Möltu. Þá er gengið að aðal torgi borgarinnar að hinni fögru dómkirkju heilags Jóhannesar með sínum finmeitluðu skreytingum í steinhleðslur og hvolfboga auk hinnar frægu myndar eftir Caravaggio.

Áætlað er að kynnisferðin taki um það bil 5 tíma. Kynnisferðin endar í miðbænum. Upplagt er að halda áfram að skoða sig um í borginni og kynna sér úrval af veitingastöðum og kaffihúsum sem prýða þessa fallegu litlu borg.

Innifalið: aðgangseyrir í Upper Barraca garðinn, Grand Masters Palace, St. John´s co-Catherial, íslenskur fararstjóri ásamt staðarleiðsögumanni. 

Valletta (f. þá sem gista í Sliema) 6.700 kr. /mann

20. apríl - Laugardagur

Valletta höfuðborg Möltu er minnsta höfuðborg Evrópu með um 7.000 íbúa. Borgin hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO síðan 1980. Borgin var stofnuð 1565 af riddurum Jóhannesar-reglunnar sem komu til eyjunnar er þeir yfirgáfu landið helga eftir ósigur gegn múslimum. 

Í upphafi ferðar er ekið í rútu, og meðal annars farið að hinum undurfögru görðum Upper Barracca Gardens þaðan sem útsýnið yfir borgina og hafið í kring er ótrúlega fallegt. Afar gróðursæll og fallegur garður með hofum og fögrum byggingum í barrok stíl.

Þá er göngutúr um borgina þar sem á vegi okkar verða áhugaverðar kalksteinsbyggingar og virkisveggir sem  hafa varðveist einstaklega vel og gera borgina einstaklega áhugaverða.

Meðal þess sem við skoðum í þessari ferð er Grand Master Palace – höll sem staðsett er í miðborginni og var byggð var á 17. öld. Í dag er þar meðal annars skrifstofa forseta Möltu. Þá er gengið að aðal torgi borgarinnar að hinni fögru dómkirkju heilags Jóhannesar með sínum finmeitluðu skreytingum í steinhleðslur og hvolfboga auk hinnar frægu myndar eftir Caravaggio.

Áætlað er að kynnisferðin taki um það bil 5 tíma. Kynnisferðin endar í miðbænum. Upplagt er að halda áfram að skoða sig um í borginni og kynna sér úrval af veitingastöðum og kaffihúsum sem prýða þessa fallegu litlu borg.

Innifalið: akstur, aðgangseyrir í Upper Barraca garðinn, Grand Masters Palace, St. John´s co-Catherial, íslenskur fararstjóri ásamt staðarleiðsögumanni. 

Miðaldarbæir og páskaganga 9.700 kr. /mann

19. apríl - Föstudagurinn langi

Ekið frá Valletta/Sliema til miðaldaborgarinnar Naxxar sem stendur á hárri hæð miðsvæðis á Möltu með um 13.000 íbúa. Skammt utan við Naxxar er falleg höll Palazzo Parisio sem byggð var á 19 öld. Afar fagrir garðar tilheyra höllinni með framandi suðrænum gróðri og blómstrandi plöntum. Garðurinn þykir sá fallegasti á Möltu og eini skrúðgarðurinn  í einkaeign. 

Frá Naxxar er ekið til hinnar hljóðu borgar – sumir segja hinnar gleymdu borgar MdinaMdina er fyrrum höfuðborg Möltu en er reyndar bara lítið þorp. Það liggur miðsvæðis á eyjunni og er dæmigerð miðalda víggirt borg. Hin hljóðláta borg – eða Silent City eins og borgin er oft nefnd þar sem nútíminn virðist hafa gleymt borginni. Stoppað um stund í Mdina og þar gefst tækifæri að fá sér hádegisverð.

Þá verður ekið að Dingli Cliff- sem er stórt og mikið klettabelti á vesturströnd eyjunnar. Í lok ferðar er komið við í einum af nágrannabæjum Valletta, þar sem við sjáum og tökum þátt í Páskagöngunni sem ávallt fer fram á þessum degi á fjölda stöðum í heiminum. Gangan hefst líklega um kl. 17:30 og reiknað er með um hún sé í  um það bil 1.5-2 tíma.

Reiknað er með að koma heim um kl. 19:30 -19:45.  Einstaklega áhugavert að upplifa slíka stund.

Innifalið:  akstur, íslenskur fararstjóri ásamt staðarleiðsögumanni.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Leitarniðurstöðusýn

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 5