Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti
  • Magaluf & Palmanova

Magaluf & Palmanova

Magaluf og Palmanova eru vinsælir dvalarstaðir á Mallorca, aðeins um 15km frá hjarta Palma.
Á sumrin flykkjast ferðamenn á þessi svæði og þar af mikið af ungu fólki. Magaluf og Palmanova bjóða uppá fjölbreytta afþreyingu en hér er fjöldi veitingastaða, bara, fjörugt næturlíf og fjölbreytt strandlíf að finna.

Palmanova og Magaluf eru einnig tilvalin fyrir þá sem kjósa að slappa af í fríinu sínu. Hér eru hvítar strendur sem fallegt Miðjarðarhafið fellur að og auk þess að liggja á sólbekk og njóta sólarinnar er unnt að stunda fjölbreytt vatnasport.  Þá hefur göngugatan við strandlengjuna verið endurbætt á undanförnum árum og þar iðar allt af lífi með fjölda verslana, veitingastaða og kaffihúsa. Í lok góðs frídags er því tilvalið að setjast niður á kaffihúsi við strandgötuna og fá sé "Uno Cortado", lítinn kaffibolla með mjólk.  

Þá er hér í nágrenninu vatnagarðurinn Western Waterpark og sædýragarðurinn Marineland.

 

Kort

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti