Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Mallorca

Mallorca er perla Miðjarðarhafsins! Á Alcudia, Magaluf, Palmanova, Playa de Palma og Santa Ponsa er að finna paradís fjölskyldunnar. Mallorca hefur verið ókrýnd drottning ferðamanna undanfarin 40 ár, enda státar eyjan af heillandi umhverfi, fjölbreyttri náttúrufegurð, gullfallegum ströndum og frábærri aðstöðu. Hér er frábært að lifa og njóta í fríinu, heillandi bæir með sérstakan karakter og yfirbragð og því þreytist maður aldrei á að flakka um og kynnast nýjum sjónarhornum eyjarinnar fögru. Heimsferðir hafa valið vinsælustu strendurnar fyrir farþega sína, Alcudia, Magluf, Palmanova, Playa de Palma og Santa Ponsa.
Ljúft líf á ströndinni

Á Mallorca getur þú valið á milli ótrúlega fagurra stranda með drifhvítum sandi, þú getur valið litlar víkur þar sem þú ert einn í heiminum eða fjölmennar strendur með fjölbreyttu mannlífi, veitingastöðum og stemmningu sem varir allan daginn. Í nágrenni við Palma mælum við sérstaklega með Playa de Palma sem er bæði löng og falleg með góðum veitingastöðum. Alcudia-ströndin þykir ein sú fallegasta á eyjunni með hvítum sandi eins langt og augað eygir og er sjórinn þar talinn tærastur við Mallorca. Höfnin og svæðið þar í kring þykir mjög líflegt og ekki er úr vegi að eyða tíma þar, sérstaklega seinni partinn eftir „siestuna“ en þá er mannlífið fjörugt.

Víðfrægt næturlíf
Hér finnur þú diskótek og næturklúbba af öllum stærðum og gerðum. Við strendurnar er gríðarlegt úrval minni staða, í Palma er að finna fræg diskótek eins og Pacha og Titos, og ef þú vilt skemmta þér með innfæddum er upplagt að kíkja á Terraza de Mediterraneo þar sem barir og diskótek eru í röðum. Hér fer fólk seint út að borða á kvöldin, innfæddir sjálfir aldrei fyrr en upp úr 10 og enn seinna út að skemmta sér.

Verslun
Það er gott að versla á Mallorca en stutt er að fara inn til Palma, höfuðborgar Mallorca, en þar má m.a. finna verslanir Zara, Berskha, Stradivarius, Mango, Desigual, Massimo Dutti og H&M en í september 2016 opnaði hér einnig verslun Primark.

Flugtími: Um 4 klst. 35 mín.
Gjaldmiðill: Evra
Tungumál: Spænska
Tímamismunur: +2 klst. á sumrin, +1klst á veturna
Akstursfjarlægð frá flugvelli: Um 20-50 mínútur.

Gisting

Kort

Click to view the location of the hotel

Kynnisferðir

Sigling á Catamaran seglskútu

Ferð m/íslenskri fararstjórn
Heilsdagsferð

Sigling um Palmaflóann um borð í glæsilegu Catamarán seglskipi er ljúfasta afslöppun sem hægt er að veita sér. Um hádegisleitið er akkeri kastað svo að þeir sem vilja geti fengið sér sundsprett í tæru Miðjarðarhafinu.
Hádegisverður sem hressir skipverjar elda handa okkur er snæddur með bestu lyst og þar á eftir er legið í sólbaði og siglt áleiðis til hafnarinnar í Palma. Munið eftir sundfötum, sólarvörn og myndavél.

Innifalið: Íslensk fararstjórn, akstur og hádegisverður.

Íslensk fararstjórn miðast við lágmarksþátttöku 20 farþega.

Drekahellar & Manacor

Ferð m/íslenskri fararstjórn
Heilsdagsferð

Drekahellar eru fjölsóttasta náttúruundur eyjunnar. Ekin er falleg leið yfir láglendi Mallorca. Litið er inn í glerverksmiðju til að sjá glerblástur og glerminjasafn. Haldið er til Manacor, hins þekkta perlubæjar og frjáls tími til að skoða perluverksmiðju og skartgripaverslun. Hádegisverður er snæddur og að því loknu er höldum við í neðarnjarðarparadís drekahellanna. Eftir hellaskoðunina er haldið heim á hótel.

Innifalið: Íslensk fararstjórn og akstur.

Íslensk fararstjórn miðast við lágmarksþátttöku 20 farþega.

Son Amar kvöldsýning

Ferð m/íslenskri fararstjórn
Kvöldferð

Frábær upplifun og veisla sem haldin er á gömlum búgarði rétt fyrir utan Palma. Komið er inn í glæsilegan veislusal sem tekur um tvö þúsund manns í sæti. Meðan á borðhaldi stendur byrjar skemmtidagskráin með söng og píanóleik. Einnig stíga á svið dansarar sem sýna flamencodansa, riverdans og nútímadans, fimleikamenn og aðrir skemmtikraftar. Áður en staðurinn er kvaddur er spiluð tónlist úti í garði sem er ógleymanleg upplifun. Hægt er að velja um tvennskonar matseðil (platínu eða gull) eða bara drykki.

Innifalið: Íslensk fararstjórn, akstur og sýningin.

Íslensk fararstjórn miðast við lágmarksþátttöku 20 farþega.

Valdemossa miðaldaþorpið

Ferð m/íslenskri fararstjórn
Hálfsdagsferð

Ekin er falleg leið til Valdemossa þar sem klaustrið La Real Cartuja er staðsett. Þar dvöldu pólska tónskáldið Frederik Chopin og ástmær hans George Sand veturinn 1838-1839. Í dag er þar safn sem tileinkað þeim og er þar að finna portrett af Chopin og Sand, hluti úr fórum þeirra, bréf, handrit, bækur og ljósmyndir.
Þá hefur hinn heimsfrægi leikari Michael Douglas hefur stofnað safnið Costa Nord í Valdemossa. Ljósmyndasýningar og tónleikar eru oft haldnir á þessum stað.

Innifalið: Íslensk fararstjórn og akstur.

Íslensk fararstjórn miðast við lágmarksþátttöku 20 farþega.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 7