- Loftkæling
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Wi-Fi
Hotel Jardin D´Ajuda er staðsett í 3 km fjarlægð frá miðbæ Funchal, 50 metrum frá verslunarmiðstöðinni „Madeira Forum“ þar sem er að finna úrval af veitingastöðum og börum og í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð frá strandlengjunni. Ókeypis skutlþjónusta er í boði frá hótelinu niður í miðbæ.
Á hótelinu er garður með sundlaug, sólbekkjum og sólhlífum ásamt því að bar er á sundlaugarsvæðinu, þá er hér einnig innisundlaug. Hér er veitingastaður þar sem boðið er upp á morgunverðarhlaðborð og „a la carte“ kvöldverð. Hér er líkamsræktaraðstaða og gufubað. Á kvöldin er boðið upp á skemmtidagskrá eða lifandi tónlist á kokteil bar hótelsins.
Á hótelinu eru 277 herbergi, öll innréttuð í klassískum eldri hótelstíl. Öll herbergin eru búin loftkælingu, sjónvarpi, öryggishólfi og síma, annað hvort með útsýni til hafs eða til fjalla. Á baðherbergi má finna hárþurrku.
Á flestum gististöðum er hægt að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum gegn gjaldi. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á sumum gisti- og áfangastöðum þarf að greiða ferðamannaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.
Um gistinguna
A la carte veitingastaður | Já |
Bar | Já |
Fjöldi herbergja/íbúða | 277 |
Hárblásari/Hárþurrka | Já |
Líkamsræktaraðstaða | Já |
Loftkæling | Já |
Sauna | Já |
Sími | Já |
Sjónvarp í herb/íbúð | Já |
Sundlaug | Já |
Veitingastaður | Já |
WiFi | Já |
Öryggishólf | Já |
Opinber stjörnugjöf
4 stjörnur
Vefsíða
www.hoteljardinsdajuda.com