- Barnalaug
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Wi-Fi
Hotel Girassol er 3 stjörnu gisting og hagkvæmur valkostur með góða staðsetningu í Funchal.
Þetta hótel er á góðum stað í Funchal, ekki eru nema um 300 metrar á strandgötuna og þá eru um 2 km í miðbæ Funchal.
Á hótelinu er garður með miklum suðrænum gróðri en þar er einnig að finna 2 sundlaugar og úr garðinum er fallegt útsýni til Atlantshafs.
Á hótelinu er að finna veitingastað og bar. Einnig er hér innilaug og leikherbergi þar sem hægt er að spila borðtennis og pílukast.
Herbergin eru einföld og öll búin öryggishólfi, sjónvarpi, síma og viftu í lofti. Á baðherbergjum er hárþurrka og öll herbergi eru með svölum.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því þær voru teknar.
Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Góð staðsetning í Funchal, höfuðborg Madeira.
Um gistinguna
Bar | Já |
Barnalaug | Já |
Billiardborð | Já |
Byggingarár | 1974 |
Endurnýjað | 2010/12 |
Fjarlægð frá miðbæ | 3 km |
Fjöldi herbergja/íbúða | 134 |
Fjöldi hæða | 11 |
Líkamsræktaraðstaða | Já |
Lyfta | Já |
Sauna | Já |
Sjóbað | 1,2km Ponta Gorda |
Strandhandklæði | Já |
Sundlaug | Já |
Upphituð sundlaug | Já |
Veitingastaður | Já |
WiFi | Frítt á opnum svæðum |
Öryggishólf | Já |
Opinber stjörnugjöf
3 stjörnur