Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Madeira

Frábær ferð til hinnar fallegu blómaeyju!

Fararstjórar: Ása María Valdimarsdóttir & Valgerður Hauksdóttir

Madeira er stundum nefnd „skrúðgarðurinn í Atlantshafinu“ enda með fádæmum gróðursæl og býr yfir einstökum náttúrutöfrum. Eyjan sem tilheyrir Portúgal er rúmlega 800 ferkílómetrar að stærð og liggur í Atlantshafinu u.þ.b. 600 km vestur af ströndum Afríku. Hér ríkir afar þægilegt loftslag allan ársins hring. Meðalhitinn í apríl er um 18°C. Innan um tilkomumikil fjöll, vínekrur, ávaxtagarða og fagran hitabeltisgróðurinn hafa eyjarskeggjar skapað hina fullkomnu aðstöðu ferðamannsins. Funchal er höfuðborg eyjunnar með um 70.000 íbúa.

Það sem einkennir borgina öðru fremur eru stórir og fallegir skrúðgarðar með aragrúa fagurra blómategunda sem fátítt er að sjá annars staðar. En borgin hefur fleira að bjóða eins og þröngar krókóttar götur, vinaleg veitinga- og kaffihús og við höfnina vagga sér skip af öllum stærðum og gerðum frá öllum heimshornum.

Í borginni er úrval sérverslana, minjagripaverslana og litskrúðugra markaða – með afar fjölbreyttan varning. Þar eru einning verslunarmiðstöðvar með þekktum vörumerkjum, veitingastöðum og jafnvel kvikmyndahúsum.

Helstu verslunarmiðstöðvarnar eru Madeira Shopping, Forum Madeira og sú nýjasta, Dolce Vita.

Þegar út fyrir borgina er komið taka við litlir „syfjulegir“ bæir og vinaleg sjávarþorp sem gaman er að heimsækja. Íbúar eyjunnar eru heimsþekktir fyirr vínframleiðslu sína en blómarækt, dúkasaumur og körfugerð leikur einnig í höndum þeirra.

Í boði eru góð hótel sem staðsett eru skammt fyrir utan höfuðborgina Funchal á suðurströnd eyjunnar.

Kort

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Leitarniðurstöðusýn

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 10