Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Lignano / Ítalía - Gyllta ströndin

Fagrar strendur, skógivaxið landslag og ekta ítölsk stemning er eitthvað sem kemur sterkt í huga þegar hugsað er til strandbæjarins Lignano sem er einn þekktasti áfangastaður norð-austur Ítalíu. Þessi yndislegi staður er aðeins í um 40 mínútna akstri frá Trieste með beinu flugi okkar frá Íslandi og er algjör paradís sóldýrkenda, frábærrar matargerðar og fullominn áfangastaður fyrir pör, fjölskyldur og alla þá sem vilja njóta alls þess besta sem Ítalía hefur uppá að bjóða. Hér er að finna hjarta svæðisins en öll hótel á Lignano eru rekin af ítölskum fjölskyldum sem byggðu upp þennan fallega áfangastað sem staðsettur er úti á eyri sem aðskilur miðjarðarhafið frá ferskvatns flóanum Marano. Það sem einkennir Lignano einna helst er fágað andrúmsloft, rólegeit, slökun, náttúra og hreinleiki þar sem allir munum finna eitthvað við sitt hæfi, en að sama skapi er allt til alls með frábærum ekta ítölskum veitingastöðun, yndislegu sjávarfangi, verslunargötu, kaffihúsum og börum fyrir þá sem vilja meira líf og fjör. Hér er Ítalía númer eitt og gerir staðinn mjög frábrugðin frá öðrum sólarströndum þar sem hótelin eru frekar lítil, einkarekin og garðar og sundlaugar nánast frímerki því ströndin sem teygir sig margar kílómetra og er mjög breið leikur aðalhlutverkið. Oft á tíðum vinnur öll fjölskyldan á hótelunum í öllum störfum úr öllum kynslóðum sem gerir upplifunina mjög nána og þjónusta við gesti framúrskarandi. Hvert og eitt hótel er yfirleitt með sitt strandsvæði þar sem gestir hótelsins fá sólbekki og sólhlífar úthlutað meðan á dvöl þeirra stendur.


Fyrir yngri kynslóðina er nóg um að vera en á svæðinu og þar í kring er að finna yfir 5 ólíka skemmtigarða þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Aquasplash vatnsrennibrautagarðurinn er fyrsti sinnar tegundar á ítalíu www.aquasplash.it og þar við hliðiná er sædýrasafnið Gulliverlandia www.gulliverlandia.it


Dýragarðurinn Parco Zoo Punta Verde er líka ómissandi með yfir 1.000 dýrum af 150 ólíkum uppruna frá öllum heimshornum. www.parcozoopuntaverde.it


Í hjarta Lignano eru svo leikvæðin www.parcojunior.it  og Strabilia skemmtigarðurinn www.strabilialunapark.it


Baðstrandasvæðið í Lignano teygir sig í marga kílómetra með gullnum sandi og aðgrunnum sjó þar sem börnin geta leikið sér og notið að vild í öruggu umhverfi. Náttúra Lignano er einkar falleg og teygja furuskógarnir sig langt inní innstu byggðir en svæðið er fullkomið fyrir þá sem elska útiveru, göngur og hjólreiðar en allstaðar er að finna hjólastíga og bjóða flest hótelin uppá hjólaleigur gestum að kostnaðarlausu. Yndislegar skoðunarferðir til Feneyja, Trieste eða siglingar á Marano flóanum toppa svo þennan yndislega áfangastað sem mun heilla alla þá sem kjósa að verja fríinu innan um ítalska menningu og alls þess besta sem landsvæði norð-austur Ítalíu hefur uppá að bjóða.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 7

Kort

Click to view the location of the hotel