Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

La Palma

Komdu með okkur til Kanaríeyjunnar La Palma í beinu flugi en þessi dásamlega eyja skartar fallegs útsýnis, ósnortinnar náttúru og frábærrar umgjarðar fyrir sólarunnandann. 

La Palma er um 706 ferkílómetrar að stærð og því aðeins minni en hinar Kanaríeyjurnar en hún er svo sannarlega grænust af þeim öllum. La Palma er einstaklega falleg eldfjallaeyja með hreint ótrúlega miklum gróðri, enda þýðir Isla La Palma „Pálmaeyjan“ og eyjan er stundum kölluð Isla Bonita sem þýðir „Fallega eyjan“. Hér er meðal annars að finna gríðarlega fallegt skóglendi, eins konar hitabeltisskóg (Laurel forest) sem kallast Los Tilos Forests. Sagt er að á La Palma sé samansafn af allri þeirri náttúru sem hinar Kanaríeyjarnar skarta í sitt hvoru lagi. Hér sé náttúran "intensive", villtari, exótískari, tærari og einfaldlega guðdómlega falleg. Árið 2002 komst lífríki eyjunnar (biosphere) á heimsminjaskrá Unesco. Hægt er að komast í skipulagðar gönguferðir um skóginn sem eru algjörlega einstakar, fara í fjallgöngur, stjörnuskoðunarferðir og fleira.

Höfuðborg eyjunnar heitir Santa Cruz de La Palma, eða bara Santa Cruz eins og innfæddir kalla hana og af um 86.000 íbúum eyjunnar, búa um 16.000 manns í höfuðborginni. Santa Cruz skartar líflegum húsum í mismunandi litum en húsin eru einna frægust fyrir viðarsvalirnar og sagt er að borgin sé algjör gimsteinn hvað arkitektúr varðar. Rúmlega 20.000 manns búa svo í borginni Los Llanos de Aridane og sumir segja að sú borg sé líflegri og vinsælli en Santa Cruz. Höfuðborgin er staðsett á austurhluta eyjunnar og hún er ekki stór eins og íbúafjöldinn segir til um en Los Llanos de Aridane er svo á vesturhluta eyjunnar. Báðar borgirnar sem eru litlar, eru skemmtilegar með skemmtilegum gömlum og líflegum götum sem gaman er að heimsækja, í Santa Cruz eru t.d. skartskripa- og handverksverslanir í götum sem þessum. Við El Puente Avenue í Santa Cruz eru verslanir eins og Pull and Bear, Zara og fleiri slíkar verslanir. La Palma er þó kannski ekki besti staðurinn ætli maður í verslunarferð, en auðvitað má alltaf finna eitthvað áhugavert til þess að versla.

Meðalhitinn er eins og öðrum Kanaríeyjum yfir vetrartímann, um 20-25 gráður og hér er að finna eitt besta loftslag í heimi, milt og gott veður með jöfnu hitastigi árið um kring. Vinsældir Kanaríeyjanna hafa farið vaxandi með hverju árinu en hingað sækja ferðalangar til að njóta notalegs loftslags, sólarinnar, afslöppunar og útivistar að ógleymdum góða matnum sem í boði er.

Fyrir þá sem langar að hreyfa sig í fríinu þá hefur La Palma uppá margt að bjóða en aðstæður á eyjunni henta mjög vel til gönguferða. Á La Palma er ósnortin náttúra á stórum svæðum sem skarta einstaklega fjölbreyttu landslagi. Hæsta fjall eyjunnar, Roque de los Muchachos er 2.426 metra hátt og þar er stjörnuathugunarstöð, enda þykir stjörnusýnin frá þessari eyju stórkostleg en lög um ljósmengun eru þar í gildi, til þess að upplifunin sé enn meiri.

Lengd flugs: Um 5 klst. 30 mín.
Gjaldmiðill: Evra
Tungumál: Spænska
Tímamismunur: +1 klst. á sumrin, sami tími á veturna.
Akstursfjarlægð frá flugvelli: Um 10-60 mínútur.

Kort

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 7