Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Kúba

Heimsferðir bjóða nú aftur ferð til Kúbu eftir nokkurt hlé en Heimsferðir fluttu áður hundruði farþega til þessarar dásamlegu eyju og nú er kominn tími til þess að fara þangað aftur.

Ferð til Kúbu er ævintýri sem lætur engan ósnortinn, því ekki aðeins kynnist maður stórkostlegri náttúrufegurð eyjunnar, heldur einnig þjóð sem er einstök í mörgu tilliti. Vetrarmánuðirnir á Íslandi eru aðalferðamannatíminn á Kúbu, enda veðrið þá best á þessari fögru eyju en hitinn er á bilinu 27-30°C og loftslagið frábært á þessum árstíma. Þessi eyja er einstök, allt í senn full af sögu, gríðarlegri náttúrufegurð, góðum mat og lífsglöðu fólki sem vill allt fyrir ferðamanninn gera. Hvítar strendur eins og þú hefur aldrei séð, tær sjór eins langt og augað eygir - Havana með sínar stórkostlegu byggingar og bíla - þú mátt bara ekki missa af þessu! 

Heimsferðir bjóða farþegum sínum að dvelja allan tímann í Varadero en einnig er unnt að deila dvölinni og bóka ferð þar sem dvalið er fyrri hlutann í Havana og seinni hlutann í Varadero. 

Havana
Havana er þekktasta borg Karíbahafsins en í borginni eru einhverjar best varðveittu byggingar frá spænska nýlendutímanum, enda eru þær nú undir verndarvæng UNESCO. Saga borgarinnar er stórbrotin. Um árabil var hún vinsælasta borg bandarísku yfirstéttarinnar sem sótti skemmtanir sínar til borgarinnar. Í Havana er ógleymanlegt að ganga um gamla hluta borgarinnar sem er stórkostlega fallegur en borgin er ein fegursta borg frá nýlendutímanum en lífsgleði eyjaskeggja er einstök og viðmót fólksins heillandi. Hér fara allir á byltingarsafnið, kynnast veitingastaðnum Bodeguita del Medio sem Hemingway gerði frægan og verja kvöldstund á Tropicana næturklúbbnum þar sem horfa má á fegurstu dansara heims undir berum himni. Tónlistin ómar úr hverju horni í Havana. Þessi þokkafulla og heillandi blanda af rúmbu, mambo, latínu-jazz og salsa kemur manni alltaf í gott skap.

Varadero
Varadero er einhver fegursta baðströnd heims, með hvítum sandi og langri strandlengju við einn tærasta sjó í heimi. Á Varadero eru í boði góð hótel sem bjóða fjölbreytta þjónustu en eins og flest hótel í Karíbahafinu eru þau hönnuð með þeim hætti að maður þurfi í raun ekki að leita að þjónustu út af hótelsvæðinu. Á Varadero má finna alla þá þjónustu sem þarf í fríinu en aðalgatan Autopista Sur liggur eftir tanganum og tengir saman hótel, veitingastaði, verslanir og skemmtistaði. Þá er hérna garðurinn Parque Josone sem skartar tjörn og nokkrum veitingastöðum og á Varadero-tánni er garðurinn Reserva Ecológica Varahicacos þar sem finna má gönguleiðir ásamt helli með fornminjum. Í Varadero eru frábærar aðstæður fyrir sólböð, íþróttaiðkun en hér er m.a. 18 holu golfvöllur, tennis, sjóstangveiði, skútusiglingar og margt fleira. Hér er einstakt að njóta lífsins á frábærri ströndinni og kristaltærum túrkíslituðum sjónum. 

Gríptu þetta frábæra tækifæri til að upplifa Kúbu, eina fegurstu eyju Karíbahafsins og örugglega þá sérstæðustu. Heimsferðir bjóða þér fjölbreyttra gistimöguleika bæði í Havana og á Varadero. 

Kort

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Farþegar

Dagatal

Veldu lengd ferðar

  • 7