Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Króatía

Króatía er einn eftirsóttasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu, enda er landið stórkostleg náttúruperla sem státar af fegurstu ströndum og tærasta sjó Evrópu, heillandi menningu og glæsilegum gististöðum. Heimsferðir bjóða beint flug vikulega í allt sumar til þessa einstaka áfangastaðar sem heillar alla sem þangað koma. Þar er að finna gott úrval gististaða með frábærum aðbúnaði, glæsilegri umgjörð og góðri þjónustu. Menning Króatíu er heillandi blanda, sem Grikkir, Rómverjar, Slavar, Frakkar, Ítalir og Austurríkismenn hafa sett mark sitt á. Strandlengja Adríahafsins er sú fegursta í Evrópu með vogskornum ströndum, eyjum og skerjum þar sem aldagamlir bæir skaga út í hafið. Mannlífið í Króatíu er engu líkt og þeir sem þangað koma eru sammála um að þar sé að finna Evrópu eins og hún var og hét.

Sólaráfangastaðurinn Porec er á Istria skaganum en Istria skaginn er nyrsti hluti Króatíu og þar eru margir þekktustu sumardvalarstaðirnir, svo sem Porec, Umag og Rovinj. Aðaláfangastaður Heimsferða í Króatíu er Porec á Istria skaganum ásamt Umag þar sem er að finna glæsilega gististaði með frábærri aðstöðu en gististaðirnir standa gjarnan aðeins fyrir utan bæina.

Porec 
Bærinn í Porec er stórkostlega fallegur og geymir aldagamla sögu á hverju götuhorni, frábæra veitingastaði og iðandi mannlíf jafnt að nóttu sem degi. Það er yndislegt að ganga um bæinn og snæða á góðum veitingastað við sjávarsíðuna. Staðsetningin er frábær, á miðjum skaganum, og því stutt að fara, hvort sem er í kynnisferð til Pula, Rovinj eða í siglingu til Feneyja.

Í Porec eru einnig toppaðstæður fyrir þá sem vilja hafa nóg að gera í fríinu og aðstæður til hverskonar íþróttaiðkana á mörgum gistivalkostunum eru frábærar. Allir gistivalkostir okkar eru t.d. með hjólreiðageymslu og/eða hjólaleigu og þá er nær alltaf unnt að iðka tennis.

Umag
Strandlengjan við Umag er um 20 km löng en Umag er mjög vinsæll sólarstaður og gamli bærinn afar aðlaðandi með sínum þröngu götum. Mest þekktu strendurnar í Umag eru Katoro, Aurora, Kanegra og Laguna Stella Maris en Katoro er allra vinsælust og býður fjölbreytta þjónustu. Líkt og í Porec þá eru hér í Umag góðir gistivalkostir, fjölmargir veitingastaðir og barirnir raða sér við sjávarsíðuna.

Gott verðlag
Verðlag í Króatíu er hagstætt og enn sem komið er ódýrara en á Ítalíu og Spáni. Hér er gott að gera við sig í mat og drykk og ódýrt er að ferðast um landið.

Veðurfarið
Veðrið er einstakt á þessum stað, sem liggur við Adríahafið. Sumrin eru hlý en ekki of heit því hafgolu gætir alltaf. Gróðursældin er einstök og sólríkt yfir sumarmánuðina.

Hvað viltu gera í fríinu?
Í Porec eru ótrúlega fjölbreyttir kostir til afþreyingar og sportiðkunar. Istrialandia, sem er stærsti vatnsskemmtigarður Króatíu er staðsettur á milli Porec og Umag. Tennisíþróttin er ofarlega á lista og fjöldi tennisvalla hjá öllum hótelum, hafið er það tærasta sem maður sér og því algjört ævintýri að kynnast heiminum neðansjávar við þessar fallegu aðstæður. Við nefnum hér aðeins nokkur atriði sem allir ættu að njóta.

Veisla í mat og drykk
Króatía er fræg fyrir fjölbreytta og ljúffenga matargerð, enda landið afar frjósamt. Króatar eru stoltir af víngerð sinni, en á Istria skaganum eru framleidd mörg af frægustu vínum landsins. Fjöldi fallegra lítilla veitingastaða er í gömlu bæjunum og skemmtilegt að njóta hinnar einstöku stemningar þar.

Verslanir
Í Porec er fjöldi lítilla verslana með listmuni, skart og allt það sem ferðamanninn vanhagar um í fríinu. Þeir sem vilja meira úrval verslana ættu að fara til Pula, stærstu borgarinnar á Istria skaganum eða í dagsferð til Trieste, þar sem þú finnur alla ítölsku hátískuna og allt það sem stórborg hefur að bjóða.

Pula
Pula er stærsta borgin á Istria skaganum og sérstaklega þekkt fyrir víngerð og sem góður ferðamannastaður ásamt fiskveiðum og skipabyggingum. Í Pula búa um 90 þúsund manns og þar er að finna margar vel varðveittar byggingar frá tíma Rómverja sem vert er að skoða. Þá líkt og í Porec er hér einstök náttúrufegurð við Adríahafið og Brioni eyjan er algjör perla en þar er hinn vinsæli Brijuni þjóðgarður.

Spennandi kynnisferðir
Á Istria skaganum, eins og reyndar í Króatíu allri, er endalaust eitthvað fallegt og markvert að sjá. Í landinu eru 8 þjóðgarðar og því tilheyra um 1.100 eyjar. Fararstjórar Heimsferða bjóða úrval kynnisferða meðan á dvöl ykkar stendur.

Lengd flugs: Um 4 klst. 40 mín. 
Gjaldmiðill: Kuna 
Tungumál: Króatíska 
Tímamismunur: +2 klst. á sumrin, +1klst á veturna
Akstursfjarlægð frá flugvelli: Um 3 klst.

Gisting

Kort

Kynnisferðir

Feneyjar

Ferð m/íslenskri fararstjórn
Heilsdagsferð

Feneyjar er án efa ein af glæsilegustu og rómantískustu borgum heims og þar af leiðandi einn af mest sóttu ferðamannastöðum í heiminum. Tekin er ferja sem tekur tæpar 3 klst frá Porec/Umag að sigla. Öll borgin er meistaraverk í byggingarlist og arkitektúr og þar er að finna verk sumra þekktustu listamanna heims eins og Giorgione, Titian og Tintoretto í smærri byggingum borgarinnar. Einstök upplifun að upplifa Feneyjar. Einnig er vert að skoða hina undurfögru St. Marks Basiliku, brú andvarpanna (e. Bridge of Sighs) og Rialto brúnna. Eins er boðið upp á gondólasiglingar fyrir þá sem vilja prófa það enda borgin þekkt fyrir það. Athugið að hægt er að bóka allskyns skoðunarferðir um borð í ferjunni en einungis er hægt að greiða með reiðufé.

Innifalið: Bátsferð og leiðsögn. Ath!Þörf er á vegabréfi!

Íslensk fararstjórn miðast við lágmarksþátttöku 20 farþega.

Athugið! Bóka verður í kynnisferðir í viðtalstímum á gististað í Króatíu og greiða við bókun. Við bókun í þessa ferð er nauðsynlegt að framvísa vegabréfsnúmeri við bókun ferðarinnar. Ef kynnisferðir eru ekki bókaðar í viðtalstíma er ekki hægt að tryggja að laust sé í viðkomandi ferð.

Sigling

Ferð m/íslenskri fararstjórn
Heilsdagsferð

Strendur Króatíu státa af sjaldgæfri náttúrulegri fegurð þar sem klettar og fallegir bæir prýða umhverfið. Í þessari siglingu gefst gestum tækifæri á að
skoða strandlengjuna og tæran sjóinn sem einkennir Adríahafið. Báturinn stoppar í fallegum flóa þar sem hægt er að taka sundsprett, snorkla
eða bara njóta sólar og sóla sig. Síðan er stoppað í Rovinj sem er talinn vera fegursti bærinn á Istria skaganum bær sem oft kallaður er “Litlu Feneyjar” þar sem bærinn þykir minna á Feneyjar. Munið að taka sundföt og handklæði með.

Innifalið: Bátsferð og hádegismatur.

Íslensk fararstjórn miðast við lágmarksþátttöku 20 farþega.

Athugið! Bóka verður í kynnisferðir í viðtalstímum á gististað í Króatíu og greiða við bókun. Ef kynnisferðir eru ekki bókaðar í viðtalstíma er ekki hægt að tryggja að laust sé í viðkomandi ferð.

Ólífur & vín

Ferð m/íslenskri fararstjórn
Heilsdagsferð

Þetta er ferð sem allir matgæðingar ættu ekki að láta framhjá sér fara. Ferðin byrjar í litlum bæ sem heitir Vodnjan en á síðasta ári var héraðið útnefnt fyrir bestu ólífuolíu heims. Við fáum að smakka ólífuolíu frá Belci fjölskyldunni sem hlotið hefur margar viðurkenningar fyrir olíuna sína. við fáum að bragða 3 mismunandi tegundir af ólífuolíu. Síðan er ferðinni heitið í lítinn fallegan bæ sem heitir Bale. Þar er farið í stuttan göngutúr og litlar þröngar götur þræddar. Það má eiginlega segja að þessi bær sé falin perla við Adríahafið. Eftir göngutúrinn í Bale er ferðinni haldið áfram til bæjarins Kukureni. Þar heimsækjum við vínkjallara Bacac fjölskyldunnar og fáum að smakka ein af bestu vínum héraðsins. Með vínsmökkuninni er borin fram hráskinksa frá Istriu og geitaostur. Í lokin er borið fram sætt desertvín sem heitir Muskat sem þau framleiða ásamt hinum vínunum sem í boði verða.

Innifalið: rúta, vínsmökkun, ólífuolíusmökkun og leiðsögn.

Íslensk fararstjórn miðast við lágmarksþátttöku 20 farþega.

Athugið! Bóka verður í kynnisferðir í viðtalstímum á gististað í Króatíu og greiða við bókun. Ef kynnisferðir eru ekki bókaðar í viðtalstíma er ekki hægt að tryggja að laust sé í viðkomandi ferð.

Istriuhæðir

Ferð m/íslenskri fararstjórn
Heilsdagsferð

Þetta er ferð sem er innblásin af fornum goðsögnum um uppgötvun leyndarmála Motovun og Portalj, sem voru litlir bæjir höggnir og búnir til úr stein/klettum ofan á grænum hæðum nálægt Motovun skóginum. Í mið-Istríu er mikið af virkjum sem tróna á grænum hæðum Istriaskagans. Sagan segir að fyrir löngu hafi risar búið í Mirna árdalnum. Þeir voru svo stórir að þeir byggðu með sínum stóru verkfærum marga litla bæi í nærliggjandi hæðum. Tveir af þessum bæjum sem þjóðsagan segir frá eru heimsóttir, Motuvun og Oprtalj. Motuvun er minnisvarði sem stendur í 277 m hæð umvafinn veggjum, og þar er fagurt útsýni yfir Mirna árdalinn og Motovun skóginn. Eftir Motovun er ekið eftir þröngum vegi til annars lítils bæjar sem heitir Oprtalj og er fallegur bær sem gaman er að rölta um. Hvert skref í þessari ferð gefur fólki tilfinningu fyrir sögu og menningu sem þessir bæjir höfðu að geyma. Ferðin endar svo á veitingastað sem býður upp á góðgæti sem einkennir matarmenninguna hér.

Innifalið: Rúta, leiðsögn og matur. Ath. Brekkur í ferð.

Íslensk fararstjórn miðast við lágmarksþátttöku 20 farþega.

Athugið! Bóka verður í kynnisferðir í viðtalstímum á gististað í Króatíu og greiða við bókun. Ef kynnisferðir eru ekki bókaðar í viðtalstíma er ekki hægt að tryggja að laust sé í viðkomandi ferð.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Leitarniðurstöðusýn

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 10