Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Króatía - Brela, Tucepi, Trogir og Makarska

25. maí 2020 í 11 nætur

Heimsferðir bjóða beint flug til Split í Króatíu þann 25. Maí 2020 í 11 daga ferð. Ekki er dvalið í sjálfri borginni heldur í bæjunum Brela, Tucepi og Makarska sem eru staðsettir suður af borginni á svæði sem er rómað fyrir ein fegurstu strandsvæði Evrópu og einstaka náttúrufegurð í rólegu umhverfi.

Króatía er einn eftirsóttasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu, enda er landið stórkostleg náttúruperla sem státar af fegurstu ströndum og tærasta sjó Evrópu, heillandi menningu og glæsilegum gististöðum.

Menning Króatíu er heillandi blanda, sem Grikkir, Rómverjar, Slavar, Frakkar, Ítalir og Austurríkismenn hafa sett mark sitt á. Strandlengja Adríahafsins er sú fegursta í Evrópu með vogskornum ströndum, eyjum og skerjum þar sem aldagamlir bæir skaga út í hafið. Mannlífið í Króatíu er engu líkt og þeir sem þangað koma eru sammála um að þar sé að finna Evrópu eins og hún var og hét.

Tucepi og Brela eru báðir afskaplega sjarmerandi og fallegir litlir strandbæir sem teygja sig í suðurátt frá Split. Þeir eru allir þekktir fyrir hreinan sjóinn sem er einstakur á þessu svæði. Hér er það náttúran og slökun sem gildir.

Bærinn Makarska er svo í um 10 - 20 mínútna fjarlægð frá Brela og Tucepi and þar er meira líf og fjör og verslanir og veitingastaðir ásamt smábátahöfn.

Trogir er aldagamall bær sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Bærinn er staðsettur í um 10 mínútna aksturfjarlægð vestur af flugvellinum í Split en hótelin okkar á þessu svæði eru rétt utan við bæinn. 

Podstrana er lítið og rólegt svæði í um 10 - 15 mínútna akstursfjarlægð suður frá Split. Þetta rólega úthvefi borgarinnar er þekkt fyrir fallega náttúru og glæsilegt strandsvæði. 

Nánar um Tucepi

Nánar um Brela

Nánar um Podstrana

Nánar um Makarska

Nánar um Trogir

Gott verðlag
Verðlag í Króatíu er hagstætt og enn sem komið er ódýrara en á Ítalíu og Spáni. Hér er gott að gera við sig í mat og drykk og ódýrt er að ferðast um landið.

Veðurfar
Veðrið er einstakt á þessum stað, sem liggur við Adríahafið. Sumrin eru hlý en ekki of heit því hafgolu gætir alltaf. Gróðursældin er einstök og sólríkt yfir sumarmánuðina.

Finndu ferðina þína

SÍA LEITARNIÐURSTÖÐUR

Þú ert að fara að bóka:


Pakkaferð (flug & hótel) 

________________________________________

Raða eftir

Brottfararstað

Verði

Áfangastað

Tegund ferðar

Stjörnumat

Fæðisval

Aðstaða

Stjörnumat

Farþegar

Dagatal

Sjá leitarniðurstöður sem
Sýna verð sem
Veldu lágmarksfjölda

Veldu lengd ferðar

  • 4

Ekki missa af

St. George kirkjan í Tucepi
Kirkjan var byggð árið 1311 og er vel varðveitt. Kirkjan er í rómönskum, gotneskum byggingarstíl.

St John kirkjan í Tucepi
Kirkjan var byggð árið 1703 í barokk byggingarstíl. 

Turnarnir í Gornji Tucepi (efra Tucepi)
Turnarnir voru byggðir til að verja bæinn frá Tyrkjum en þar er að finna fagurt útsýni yfir sjóinn og nærumhverfið.

Dagsferðir
Makarska (ca 6 km) - verlsanir & næturlíf

Omis (ca 40 km)
Split (ca 70 km) - næst stærsta borg Króatíu
Trogir (ca 90 km)
Dubrovnik (ca 150 km) - Perla Adríahafsins

Eyjahopp
Bátsferðir til eyjanna Brac og Hvar

Vatnfjör í Brela
Í brela er boðið upp á alls kyns vatnsfjör, svo sem að snorkla, fara á bananabát, paragliding og margt fleira

Matur & Drykkur

Veisla í mat og drykk 

Króatía er fræg fyrir fjölbreytta og ljúffenga matargerð, enda landið afar frjósamt. Króatar eru stoltir af víngerð sinni, en á Istria skaganum eru framleidd mörg af frægustu vínum landsins. Fjöldi fallegra lítilla veitingastaða er í gömlu bæjunum og skemmtilegt að njóta hinnar einstöku stemningar þar.

Lítið er af skemmtistöðum og börum í Brela & Tucepi, í Brela er hægt að finna einhverja bari og eitthvað smá um að vera en til að njóta næturlífsins er mælt með að fara til Makarska eða jafnvel Split.