- Barnalaug
- Fjölskylduvænt
- Loftkæling
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Wi-Fi
Hér er um að ræða góðan og fjölskylduvænan gististað, í næsta nágrenni við Siros village hótelið sem margir Íslendingar þekkja. Um 850 metrar eru á strendurnar í Ag. Apostoloi og til Chania eru einungis um 4 km.
Hótelið býður uppá góða þjónustu, veitingastað og góða sundlaug og barnalaug ásamt sundlaugarbar, sólbekkjum og sólhlífum. Móttakan er opin allan sólarhringinn
Unnt er að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum.
Á hótelinu er 35 íbúðir, stúdíóíbúðir og svítur sem eru allar búnar svölum/verönd sem ýmist snúa út í garð eða átt til sjávar. Íbúðirnar eru ekki alveg nýlega innréttaðar en eru mjög snyrtilegar og huggulegar. Íbúðirnar eru búnar loftkælingu, sjónvarpi, wifi, síma, öryggishólfi gegn gjaldi og á baðherbergi er hárþurrka.
Hér er ekki líkamsræktaraðstaða en hægt er að bóka nuddmeðferðir og býður hótelið góða nuddaðstöðu.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Á gististöðum hér þarf að greiða ferðamannaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á gistieiningu en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.
Þetta er góður gistivalkostur, fjölskylduvænn og býður fjölbreytta þjónustu.
Um gistinguna
Bar | Já |
Barnalaug | Já |
Byggingarár | 1990/2003/2006 |
Endurnýjað | 2007 |
Fjarlægð frá miðbæ | 4,5 km |
Fjarlægð frá næsta miðbæjarkjarna | 100 m Kato Daratso |
Fjarlægð frá strönd | 650 m |
Fjöldi herbergja/íbúða | 35 |
Fjöldi hæða | 3 |
Handklæðaskipti, oft í viku | 3 |
Herbergisþjónusta | Já |
Loftkæling | Já |
Lyfta | Nei |
Minibar | Nei |
Móttaka | Já |
Sími | Já |
Sjónvarp í herb/íbúð | Já |
Skipt á rúmum, oft í viku | 2 |
Strandhandklæði | Já, gegn gjaldi |
Sundlaug | Já |
Veitingastaður | Já |
WiFi | Frítt |
Þrif, oft í viku | 6 |
Öryggishólf | Já, gegn gjaldi |
Opinber stjörnugjöf
4 stjörnur
Vefsíða
www.zeusvillage.com