- Allt innifalið
- Barnalaug
- Fjölskylduvænt
- Loftkæling
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Wi-Fi
Einstaklega líflegt hótel með fallegum garði, góður valkostur fyrir fjölskyldufólk.
Sirios Village er gott hótel og einstaklega líflegt og mikið við að vera fyrir fjölskyldufólk. Hótelið er byggt upp eins og lítið þorp í Miðjarðarhafsstíl þar sem byggingarnar dreifast um fallegan hótelgarðinn og þá eru einungis um 300 metrar á fallega sandströndina.
Hótelið býður frábæra aðstöðu og hér er m.a. 1 stór sundlaug og 3 barnalaugar, þar af 1 stór með rennibrautum og 1 sérstaklega ætluð þeim allra minnstu. Þarna er einnig tennis- og blakvöllur, þráðlaust internetaðgengi (Wi-Fi) við móttökuna og á sameiginlegum svæðum, leiksvæði fyrir börn, líkamsræktaraðstaða, hægt að fara í tyrkneskt bað og í borðtennis, skák, pílukast og billiard. Hægt er að leigja handklæði til að nota í sundlaugargarðinum og við ströndina.
Hér er matsalur með fjölbreyttu hlaðborði en einnig er hér einn a la carte veitingastaður (ekki innifalinn) með góðum vínkjallara og miklu úrvali af víni (gegn aukagjaldi).
Engin formleg skemmtidagskrá er í boði en þó eru einhverjar skemmtanir nokkrum sinnum í viku á kvöldin, sérstaklega ætlaðar yngri kynslóðinni.
Hér eru í boði herbergi fyrir 1- 2 ásamt fjölskylduherbergi þar sem 2 fullorðnir og 2 börn komast vel fyrir. Svefnaðstaða fyrir 2 er þá í sérhjónaherbergi en fyrir hina 2 á svefnsófum í stofunni. Herbergin eru ekki öll eins innréttuð.
Öll standard 2 manna herbergin hafa nýlega verið endurnýjuð og eru rúmgóð og björt og ýmist í aðalbyggingunni eða í smáhýsunum víðs vegar um garðinn. Þau eru öll með svölum eða verönd. Fjölskylduherbergin eru að auki með smá eldunaraðstöðu (kitchenette) og áhöldum. Öll herbergi eru með sjónvarpi, síma, loftkælingu og baðherbergi með hárþurrku.
Héðan eru einungis um 4 km til miðbæjar Chania og ekki nema um 500 metrar að miðkjarna Galtasþorpsins, þar sem maður kemst í snertingu við ekta gríska menningu.
Þjónusta þar sem allt er innifalið felur í sér að morgun-, hádegis- og kvöldverður er innifalinn í verði meðan á dvöl stendur og einnig drykkir, óáfengir og áfengir (innlendir), og gjarnan létt snarl á milli mála. Ef hótelið er með a la carte veitingastað er misjafnt hve oft er í boði að fara meðan á dvöl stendur, þá er einnig misjafnt hvort kvöldverður þar sé gegn aukagjaldi eða ekki. Þjónusta þar sem allt er innifalið er ávallt með einhverjum takmörkunum, upplýsingar um það fást við komu.
Vert er að taka fram að á hótelum sem bjóða þjónustu þar sem allt er innifalið er ekki sjálfgefið að bjóða megi gestum inn í garðinn eða á hótelið. Misjafnlega strangt er tekið á þessu á milli hótela en góð regla er að spyrjast fyrir í móttöku áður en von er á gestum sem dvelja á öðrum gististöðum.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Á gististöðum hér þarf að greiða ferðamannaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á gistieiningu en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.
Þetta er úrvalsvalkostur hvort sem er fyrir pör eða fjölskyldur.
Um gistinguna
Bar | Já |
Barnalaug | Já |
Barnaleiksvæði | Já |
Billiardborð | Já, gegn gjaldi |
Bílastæði | Já |
Borðtennis | Já |
Byggingarár | 1989/1999 |
Endurnýjað | 2008/2012 |
Fjarlægð frá miðbæ | 4 km Chania |
Fjarlægð frá næsta miðbæjarkjarna | 300 m |
Fjarlægð frá strönd | 500 m |
Fjöldi herbergja/íbúða | 243 |
Fjöldi herbergja/íbúða | 225 |
Fjöldi hæða | 2 |
Garður | Já |
Handklæðaskipti, oft í viku | 2 |
Hárblásari/Hárþurrka | Já |
Heilsulind/Spa | Já, gegn gjaldi |
Herbergisþjónusta | Já |
Ísskápur | Já |
Líkamsræktaraðstaða | Já |
Loftkæling | Já |
Lyfta | Já, í hluta |
Minibar | Nei |
Móttaka | Já, allan sólarhringinn |
Nudd | Já, gegn gjaldi |
Næsti súpermarkaður | 0 m |
Ráðstefnusalir | Já |
Sauna | Já |
Sími | Já |
Sjónvarp í herb/íbúð | Já, sjónvarp |
Skipt á rúmum, oft í viku | 2 |
Strandhandklæði | Já, gegn gjaldi |
Sundlaug | Já |
Tennisvöllur | Já, gegn gjaldi |
Vatnsrennibraut | Já |
Veitingastaður | Já |
WiFi | Frítt |
Þrif, oft í viku | 7 |
Þvottaaðstaða | Já, gegn gjaldi |
Öryggishólf | Já, gegn gjaldi |
Opinber stjörnugjöf
4 stjörnur
Vefsíða
www.siriosvillage.gr/