- Barnalaug
- Loftkæling
- Sundlaug
- Wi-Fi
Gott, rólegt og heimilslegt íbúðahótel sem óhætt er að mæla með fyrir alla!
Hér eru í boði bæði íbúðir og stúdíóíbúðir og eru þær allar mjög rúmgóðar og smekklega innréttaðar. Hótelið er einungis á 2 hæðum en það ber að nefna að allar standard íbúðir/stúdíóíbúðir eru á jarðhæð eða 1. hæð hótelsins.
Lítill og notalegur garður með sundlaug og barnalaug ásamt sundlaugarbar sem selur einnig léttar máltíðir og svo er bar í anddyri hótelsins. Hér er frír aðgangur að þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum. Ströndin er í um 400 metra fjarlægð frá hótelinu.
Allar eru íbúðirnar búnar loftkælingu, öryggishólfi, síma og sjónvarpi og á baðherbergjum er hárþurrka. Þegar laust er á efri hæðum hótelsins fara farþegar okkar í þær íbúðir, en ekki er hægt að tryggja þá staðsetningu fyrirfram. Athugið að aðeins mega vera 3 fullorðnir eða 3 fullorðnir og 1 barn að hámarki í íbúð með 1 svefnherbergi.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Á gististöðum hér þarf að greiða ferðamannaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á gistieiningu en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.
Sérlega fallegt íbúðahótel í Agious Apostolous í einungis um 4 km fjarlægð frá miðborg Chania.
Um gistinguna
Bar | Já |
Barnalaug | Já |
Byggingarár | 2001 |
Endurnýjað | 2007 |
Fjarlægð frá miðbæ | 4 km |
Fjarlægð frá strönd | 200 m |
Fjöldi herbergja/íbúða | 27 |
Fjöldi hæða | 2 |
Loftkæling | Já, gegn gjaldi |
Lyfta | Nei |
Sundlaug | Já |
WiFi | Já |
Öryggishólf | Já, gegn gjaldi |
Opinber stjörnugjöf
3+ stjörnur
Vefsíða
www.heliosapartments.gr