- Einstakt
- Fyrir fullorðna
- Loftkæling
- Miðsvæðis
- Strönd
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Wi-Fi
Dream Royal Luxury suites tilheyrir í raun Cretan Dream Royal hótelinu, nema þessi nýi hluti hótelsins er einungis fyrir 18 ára og eldri og býður afar góða þjónustu og glæsilegar svítur.
Um er að ræða svokallaðar executive svítur ýmist með lítilli einkasundlaug eða án, allar eru þær með fallegri verönd.
Þetta hótel er skemmtilega byggt, svolítið eins og hringleikahús með hlöðnum steinum, rétt við aðalgötuna inn til Chania, örstutt frá ströndinni í Kato Stalos. Þrátt fyrir að þessi hluti hótelsins sé einungis fyrir fullorðna að þá er hinn hluti hótelsins auðvitað bókanlegur fyrir fjölskyldufólk, svo í aðalgarðinum má alveg búast við börnum að leik.
Sundlaugargarðurinn er fallegur og rennur sundlaugin saman við sjóndeildarhringinn svo varla sést hvar laugin endar og hafið á upptök sín. Við sundlaugina eru sólbekkir, sólhlífar og sundlaugarbar. Barnalaugin er við aðal sundlaugina. Frá garðinum er hægt að ganga yfir á ströndina en undirgögn tengja saman hótelið og ströndina.
Svíturnar eru mjög rúmgóðar og innréttaðar með nútímalegum hætti, í jarðarlitum sem skapa notalegt andrúmsloft. Allar svítur eru með góðu rúmi, loftkælingu, 42“ flatskjá með gervihnattarásum. Á baðherbergjum eru inniskór, baðsloppur og hárþurrka.
Á hótelinu er hægt að leigja bíl og hjól, hér er þvottaþjónusta, hárgreiðslustofa og læknisþjónusta. Einnig eru bílastæði fyrir þá sem vilja leigja bíl.
Á flestum gististöðum er hægt að tengjast þráðlausu interneti (Wi-Fi) á sameiginlegum svæðum hótelsins og í herbergjum gegn gjaldi. Þá má nefna að þó að hótel bjóði aðgengi að interneti er vert að taka fram að internetsamband getur verið hægt og höktandi á ákveðnum álagstímum.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á sumum gisti- og áfangastöðum þarf að greiða ferðamannaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.
Mjög gott hótel með fallega innréttaðar nýjar svítur og áhersla á góða þjónustu.
Um gistinguna
Aðeins fyrir fullorðna | Já |
Bar | Já |
Fjarlægð frá miðbæ | 8 km |
Fjarlægð frá næsta miðbæjarkjarna | 500 m |
Fjarlægð frá strönd | 50 m |
Fjöldi herbergja/íbúða | 20 |
Fjöldi hæða | 3 |
Garður | Já |
Handklæðaskipti, oft í viku | 7 |
Hárblásari/Hárþurrka | Já |
Internetaðstaða | Já |
Ísskápur | Já |
Loftkæling | Já |
Lyfta | Já |
Minibar | Já, gegn gjaldi |
Sími | Já |
Sjónvarp í herb/íbúð | Já |
Skipt á rúmum, oft í viku | 4 |
Strandhandklæði | Já |
Strandhandklæði til leigu | Já |
Strætóstoppistöð | 20 m |
Sundlaug | Já |
Svalir/Verönd | Já |
Veitingastaður | Já |
WiFi | Já |
Þrif, oft í viku | 7 |
Öryggishólf | Já |
Opinber stjörnugjöf
5 stjörnur
Vefsíða
www.cretandreamluxurysuites.gr